fbpx

Bloggáskorun – in the making

Lífið MittmakeupMakeup ArtistMakeup Tips

Jæja mér bárust nú nokkrar áskoranir í gegnum þessa færslu HÉR – svo ég ætla að láta verða af þessu!Í dag ætla ég að setja saman mína eigin bloggáskorun – mig langar að gefa ykkur tækifæri til að koma með tillögur að því sem ykkur langar að lesa um. Endilega sendið þær inn sem athugasemd við þessa færslu, getið líka sent mér línu á ernahrund@trendnet.is eða í gegnum Facebook síðuna mína. Ég er sjálf með nokkrar hugmyndir eins og…

 • Hvenær prófaðir þú að mála þig í fyrsta skipti?
 • Hvaða íslensku makeup artistar veit þér innblástur?
 • Hverjar vöru fyrstu snyrtivörurnar sem þú eignaðist?
 • Hvernig er förðunarlúkk dagsins?
 • Hvað er besta förðunartips sem þú hefur heyrt?

Ég held þetta gæti orðið mjög skemmtilegt og sérstaklega að seta saman áskorunina með ykkur – hvet ykkur sem viljið að vera með mér í þessu. Þið þurfið ekkert endilega að vera með bloggsíðu – gætuð bara póstað á facebook eða sent inn ykkar svar sem athugasemd við þær færslur sem ykkur langar að taka þátt í með mér;)

EH

Snyrtibuddan mín

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

 1. Svart á Hvítu

  4. June 2013

  Spennandi! Ég held þó að 30 dagar sé frekar langur tími, svona til að halda fólki við efnið:) Ég væri til í að fá make-up tips hvað fólk með gleraugu ætti að hafa í huga… bara random hugmynd:)
  -Svana