fbpx

Bloggáskorun #6 – nýjustu snyrtivörurnar

AuguÉg Mæli MeðEstée LauderHúðIlmirYSL

Hér sjáið þið nokkrar af mínum nýjustu snyrtivörum – nýr kvenilmur frá Davidoff, húðskrúbbur frá YSL og augnserum frá Esteé Lauder.Ilmurinn – Er nýr kvenilmur frá Davidoff en þetta er í fyrsta sinn í smá tíma sem það kemur nýr Cool Water ilmur fyrir konur. Hann heitir Sea Rose og ilmurinn minnir helst á risastóran ferskan blómvönd. Mér finnst þetta ilmur sem hentar fyrir ungar konur – hann er léttur og bleika flaskan er skvísuleg og sómar sér vel á hvaða snyrtiborði sem er. Augnserumið – eftir að ég byrjaði að setja þetta serum í kringum augun á mér nokkrum sinnum í viku þá sé ég mun á húðinni. Andvökunætur gerðu það að verkum að pokarnir fóru að dökkna og þyngjast. Ég ber serumið í kringum augun mín á hreina húð s.s. áður en ég set augnkrem á húðina, ég nota það á kvöldin. Serumið inniheldur Hyaluronic sýru sem gefur mikinn og endingargóðan raka. Það sem serum gerir ólíkt kremum í þessu tilviki augnkremum, er að það kemst lengra inní húðina svo það vinnur uppá móti kreminu og saman ná þau því að vinna mun betur í erfiðleikum í húðinni. Það er að sjálfsögðu alltaf gott að nota serum og krem úr sömu vörulínu þar sem þau eru hönnuð með sama tilgang í huga. Serumið tekur ekki einungis á dökkum, þrotnum baugum heldur vinnur það líka gegn fínum línum, dýpri hrukkum og að sjálfsögðu þurrki. Ég hef notað serum fyrir húðina en þetta er í fyrsta sinn sem ég nota sérstakt fyrir augun og núna finnst mér þetta nauðsynlegt!Húðskrúbburinn – ég er alveg húkkt á því núna að dekra við húðina mína og eiga bjútíkvöld með sjálfri mér. Þessi skrúbbur inniheldur engin korn heldur inniheldur hann sykra og fínar olíur. Hann er mjúkur og þið nuddið honum á húðina eftir að þið eruð búin að hreinsa hana með andlitshreinsi. Ég nota alltaf skrúbba eftir að ég hreinsa húðina og set svo andlitsvatn á eftir skrúbbinum. Skrúbburinn fjarlægir dauðar húðfrumur, hreinsar húðina vel svo það birtir yfir henni. Ég myndi mæla með skrúbbinum fyrir allar húðtýpur – það er þá sérstaklega því hann er svo mjúkur svo hann ertir ekki húðina.

Þetta eru nýjustu snyrtivörurnar mínar – hvernig líst ykkur á? Svo megið þið endilega skrifa hér í athugasemdirnar hvaða snyrtivörur eru nýjar hjá ykkur og hvernig ykkur líkar þær;)

EH

Sumar á segldúk

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Agata

    26. June 2013

    Max Factor CC krem, RT burstar, mac finishing powder, high beam og sun beam frá benefit. Elsla þetta allt nema hef ekki prufað sun beam ennþá. RT burstarnir eru uppáhalds! Þvílíkur draumur! Er með frekar mikla vandamálahúð en finnst hún verða fín þegar ég nota burstana.

      • Agata

        27. June 2013

        http://www.lookfantastic.com/real-techniques-foundation-brush/10644477.html þennan hér! http://www.lookfantastic.com/real-techniques-powder-brush/10644476.html og þennan sem ég er búin að prufa mest. Keypti svo líka appelsínugula og fjólubláa settið. Á eftir að skoða það betur en miðað við hina tvo þá verð ég pottþétt ekki fyrir vonbrigðum :) Notaði tækifærið á meðan ég var í fríi í Sverige og þurfti ekki að borga tollinn :o) Búin að heyra svo margt gott um þessa bursta meðal annars frá þér :)

          • Agata

            27. June 2013

            Æði :) bæti klárlega í safnið fyrr en síðar. Hef ekki mikið verið að setja á augun einfaldlega vegna þess að ég er ekki nógu fær í því en hef núna ástæðu til þess að æfa mig hehe :) Á einmitt einn flatann frá Mac sem er fínn fyrir utan það að mér finnst ég ansi oft þurfa að dusta hárin af andlitinu. Veit ekki hvort ég sé bara að þrífa hann eitthvað vitlaust eða hvað.

          • Nei veistu það getur bara verið misjafnt eftir burstum og þú hefur bara verið óheppin með burstaeintak. Ég hef alveg lent í því með bursta sem ég á nokkra af frá merkjum eins og t.d. MAC að þá fer einn úr hárum en hinir ekki. Af minni reynslu virðist þetta vera tilviljunarkennt:) En ég hef aldrei lent í því með RT burstana að þeir fari úr hárum;)