fbpx

Bláa Lónið að kvöldlagi

Blue LagoonHúðLífið Mitt

Ég fékk skemmtilegt boð um daginn frá Bláa Lóninu sem bauð til veislu í lóninu í tilefni þess að það eru 20 ár síðan fyrsta húðvaran frá Blue Lagoon leit dagsins ljós. Fyrsta varan var að sjálfsögðu kísilmaskinn sem er einn af mínum uppáhalds, en auk þess var líka verið að fagna komu nýrrar vöru, Lava Scrub.

Við kærustuparið skelltum okkur í lónið en við fengum aðgang að öllu svæðinu, líka betri stofunni sem er virkilega flott og algjör lúxus. Við skoðuðum okkur vel um, borðuðum góðan mat, prófuðum maska og slökuðum á – alveg nauðsynlegt í miðjum brúðkaupsundirbúningi já og þegar maður er með tvö börn undir 3 ára inná heimilinu :)

Ég hef sjálf bara farið einu sinni áður í Bláa Lónið og það var fyrir rúmum 10 árum síðan – það hefur svo sannarlega margt breyst og það var alveg einstakt að fá að njóta kyrrðarinnar í lóninu að kvöldi til og horfa upp á stjörnubjartan himininn…

bláalónið10 bláalónið9 bláalónið8 bláalónið7 bláalónið6

Ég fékk að prófa nýja Lava skrúbbinn ofan í lóninu, hann er alveg meiri háttar! Ofboðslega gott að nudda honum yfir húðina og maður finnur alveg hvernig hann virkar. Hlakka til að prófa þennan betur…

bláalónið5 bláalónið4

Þarna er ég svo komin með uppáhalds Algae maskann í andlitið, sá er alveg einstakur og örvar collagen framleiðslu húðarinnar svo hún fær slétta áferð og góða fyllingu.

bláalónið3

Það var yndislegt að vera í lóninu, ég kom alveg endurnærð uppúr því…

bláalónið2

Hér var svo öllum skemmtilegu möskunum blandað saman, Silicia, Algae og Lava – skemmtilegt ekki satt!

bláalónið

Allir gestir fengu svo þetta glæsilega klakabox ef svo má kalla með sér heim. Það inniheldur þrjá skammta af Lava Scrub, Silicia Mud Mask og Algae Mask. Þá má svo setja í frysti og taka bara út einn í einu – ég held að það sé yndislegt ég ætla alla vega að skella alla vega einum af hverjum inní frysti. Þetta er nýjung frá Blue Lagoon og alveg tilvalin jólagjöf!

Takk kærlega fyrir okkur Bláa Lónið – og til hamingju með snyrtivöruárin 20!

Erna Hrund

11.11. Afsláttardagur netverslana

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnars

    12. November 2015

    Ohh ég var alveg sjúk í að komast … en það voru svosem draumórar. Gott að þú naust þín vel :)