fbpx

Bjútítips: Besta augnháraráð sem ég hef fengið!

EyelinerLífið MittMakeup ArtistMakeup TipsMaybelline

Það var nú meira hvað þið voruð hrifnar af fyrstu bjútítips færslunni sem birtist fyrir viku síðan núna. Ég fór strax að hugsa um hvaða tips ég gæti komið með í þessari viku og ég var mjög fljót að ákveða það. Mig langar nú að deila með ykkur besta augnhára tipsi sem ég hef fengið. Þetta er í boði hinnar yndislegu vinkonu minnar Ásdísar Gunnars – algjört snilldarráð sem ég hef notað alla tíð síðan!

augnhártips8

Bjútítipsið sem ég ætla að deila með ykkur nú snýst að augnháranotkun. Ég sjálf held að augnhár hafi aldrei verið jafn vinsæl og nú og það er sérstaklega því að þakka að hér eru komin nokkur frábær merki til landsins með gæðamiklum augnhárum. Ég er sjálf svakalega hrifin af augnhárunum frá Tanya Burr og nota þau sjálf langmest. Ég er ekki mikið fyrir að vera með svakalega ýkt augnhár og Pretty Lady augnhárin frá dömunni eru alveg fullkomin fyrir mig.

Í bjútítipsi dagsins langar mig að deila því með ykkur hvernig er hægt að fela enn betur það að maður sé með gerviaugnhár. Það sem þið þurfið eru augnhár að eigin vali og svartur eyelinertúss.

Ég valdi til að sýna ykkur augnhárin Date Night sem mér finnast æðisleg því þau eru eins og stök augnhár sem er búið að raða saman á þunna glæra línu. Svo er ég hér með uppáhalds blauta eyelinerinn minn sem er Master Precise frá Maybelline sem hefur verið í óheyrilega mikilli noktun hjá mér í fimm ár! En vandamálið sem mig langar að leysa fyrir ykkur með þessu flotta tipsi er að segja ykkur frá því hvað það getur auðveldað mikið að lita röndina sem er í flestum tilfellum glær með svörtum eyeliner.

Ég vel helst augnhár sem eru með eins þunnri rönd og hægt er, röndin má samt alls ekki vera of þunn því hún þarf að vera smá stíf til að lögun augnháranna nái að halda sér. En það getur farið óheyrilega í taugarnar á mér að röndin þó hún sé glær sjáist hún samt og ég þarf yfirleitt aðeins að laga eyelinerinn til eftir að ég er búin að setja augnhárin á – með þessu tipsi er þetta „vandamál“ þó úr sögunni.

augnhártips5

Þið takið fyrst upp augnhárið, sitt í hvoru lagi. Plokkið límið sem er notað til að festa augnhárin í pakkann af því. Hér sjáið þið hvað ég er að tala um. Tipsið er líka frábært að nota þegar þið eruð kannski ekki með mjög dökka augnförðun eða þykkan eyeliner því þá búið þið raunar til svona felueyeliner og þykkið augnhárin ykkar um leið.

augnhártips4

Festið svo augnhárin á handabakið ykkar og grípið í svarta eyelinertússinn. Ég vel þennan af því liturinn festist en hann smitast ekki þegar ég set límið svo á röndina.

augnhártips3

Passið að lita alveg alla röndina og það er betra að gera þetta aðeins meira subbulegra en ekki til að tryggja að liturinn sé jafn yfir alla röndina.

augnhártips2

Hér sjáið þið svo hvernig röndin verður fallega kolsvört og smellpassar við restina af augnhárunum.

augnhártips

Þetta munar þvílíkt miklu því nú falla augnhárin alveg saman við eyelinerinn eða augnförðunina og síðan ég heyrði þetta tips hef ég aldrei þurft að laga eyelinerinn eftir að ég set augnhár á. Þetta er algjört snilldartips til að láta allt ferli augnhára ásetningarinnar ganga miklu betur og hraðar fyrir sig.

Munið svo hin þrjú augnhára tipsin – klippa augnhárin til svo þau passi augunum ykkar, leyfa líminu að þorna vel svo þau festist strax og þið leggið þau uppvið augnhárin og þegar þið setjið þau á er best að horfa niður í spegil því þá ná augun að slaka svo vel á og þið komist auðveldlega þétt uppvið ykkar augnhár.

Gangi ykkur vel!

EH

BH tips***

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Helga Finns

    16. April 2015

    Líka hægt að kaupa svart lím frá Duo gerir sama gagn:)

    • Hæ Helga! Hárrétt – ég hef hins vegar persónulega aldrei meikað að nota svart duo… finnst það ekki verða eins á litinn og eyelinerinn svo það sést alltaf eitthvað smá. En ef ég nota eyelinerinn sem ég nota á augun og augnhárin er enginn munur;)