fbpx

Besta áskriftin: Tefélagið

Ég Mæli MeðLífið Mitt

Eftir að hafa slefað yfir öllu sem hún Ása Regins hafði skrifað um Tefélagið á síðunni sinni sló ég til og skráði okkur parið í áskrift. Í hverjum mánuði fáum við gómsætt te sem hefur gert það að verkum að kaffidrykkjan hefur aðeins minnkað sem er ekkert sem ég get kvartað yfir. Mér finnst dásamlegt að fá mér einn tebolla á kvöldin fyrir svefn til að slaka vel á og næst á dagskrá er að venja mig á tebolla á morgnanna í staðin fyrir kaffi. Ég byrjaði einmitt daginn í dag á því að splæsa í gott te með koffeini í til að byrja morgundaginn á.

Screen Shot 2014-09-01 at 10.02.20 AM

Við fengum tvö svona falleg teglös frá Tefélaginu líka og mig langar endilega í fleiri til að geta líka boðið gestum uppá. Glasið sjálft hitnar ekki og því lítið mál að halda á glasinu þó teið sé sjóðandi heitt.

Screen Shot 2014-09-01 at 10.02.09 AM

Þegar ég fæ tein inn um lúguna eða þegar hún Sólrún kíkir í vinnuna til mín með þau þar sem pósturinn vildi aldrei koma með þau til okkar – þetta er búið að vera mjög skrautlegt en nú erum við loksins flutt svo ég vona að þetta lagist. En þá fara tein í þessar fínu krukkur sem ég fékk í IKEA, stilli þeim upp og vel svo alltaf það sem mig langar í í hvert skipti. Í augnablikinu er ég alveg fallin fyrir Mjólkur-oolong teinu og ég féll reyndar líka fyrir öðru tei á matarmarkaðnum í Hörpu um helgina sem heitir Hvíti Riddarinn sem ég ætla að splæsa í á næstunni. En það er hægt að kaupa líka stök tek hjá Tefélaginu inná heimasíðu þeirra HÉR.

Screen Shot 2014-09-01 at 10.01.47 AMUm helgina keyptum við svo líka á matarmarkaðnum þessa æðislegu tekönnu einmitt hjá tefélaginu og vígðum hana með tei mánaðarins sem er appelsínute. Í könnunni er reyndað annað te sem sést á myndinni en mér finnst bara svo fallegt hvernig telaufin sjást.

Ef þið hafið eitthvað verið að pæla í því að skella ykkur á áskrift – gerið það þá! Þetta er í alvörunni skemmtilegasta áskrift sem ég hef skráð mig í og ég hlakka alltaf til í að fá nýtt og nýtt te í hverjum mánuði. Ég er nú þegar orðin spennt fyrir næsta tei:)

HÉR getið þið skráð ykkur í áskrift en það kostar 1870kr á mánuði.

EH

 

Fyrir...

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Lilja

    1. September 2014

    Fær madur bollana vid askrift? Svo otrulega fallegir bollar.