Ég sagði í upphafi ársins frá bleyjunum sem við Aðalsteinn völdum eftir miklar pælingar fyrir soninn, Bambo. Á þeim tíma fengust bleyjurnar eingöngu í versluninni Rekstrarlandi í Skeifunni sem er kannski ekki í leiðinni fyrir alla. Alls ekki okkur en ég kaupi bara frekar fleiri pakka í einu og spara mér ferðirnar. Nýlega sá ég þó að þær hafa farið í sölu í verslununum Víði og Fjarðarkaup og varð því að smella inn smá áminningarfærslu um þær hér á síðunni.
Við veljum þessar bleyjur vegna þess að þær eru Svansmerktar og Bambo bleyjurnar eru með FSC merki sem þýðir að fyllingarefnið í framleiðslunni kemur úr sjálfbærum skógi sem þýðir að fleiri tré eru ræktuð en felld. Ég fékk ótrúlega mikið af hvatningu í kjölfar færslunnar um að ég ætti að skipta yfir í taubleyjur. Ég hef því bara því miður ekki tíma til að fást við meiri þvott á heimilinu og þegar maður á son sem skilar að meðal tali 6 kúkableyjum á dag þá finnst mér frábært að það séu til bleyjur sem ég get notað með góðri samvisku gangvart umhverfinu :)
HÉR finnið þið upphaflegu færsluna mína um Bambo bleyjurnar – ég hvet ykkur endilega til að kíkja á þær næst þegar krílunum vantar bleyjur. Ég fór bara núna um daginn í Rekstrarland og kippti með mér tveimur pökkum af stærð nr. 4 sem kostar þar 1990kr pakkinn. Ég tel líklegt að verði séu vonandi svipuð í Víði og Fjarðarkaup. Eins langar mig í leiðinni að minna á uppskriftina að heimagerðu blautþurrkunum – snilld fyrir bossana og besti augnfarðahreinsirinn meira um það HÉR.
Eigið góðan laugardag – ég hvet sem flesta til að fara á kjörstað og skila inn sínu atkvæði!
EH
Skrifa Innlegg