Ég verð að viðurkenna það að ég var búin að gleyma þessu lúkki sem ég gerði með einni af augnskuggapallettunum úr haustlínu Dior. Betra seint en aldrei – því þetta er virkilega flott palletta sérstaklega fyrir þær sem eru með brún augu. Hér sjáið þið augnförðunina sem ég gerði og fyrir neðan er útskýring á því hvernig ég gerði hana. Pallettan er nr. 384 og heitir Bonne Etoile – hér fyrir neðan sjáið þið litina og sýnishorn af því hvernig skuggarnir koma út á húðinni.
Mér tókst að nota alla llitina en ef þið rýnið aðeins í augun þá sjáið þið það vel.
- Byrjið á því að grunna augnlokið með ljósasta litnum – sá sem er efst í horninu hægra megin. Setjið hann yfir allt augnlokið og leyfið honum að deyja út þegar þið komið að globuslínunni ég fer sjálf reyndar aðeins uppá augnbeinið af því mín augnlok eiga það til að síga smá.
- Næst set ég brúna litinn í miðju pallettunnar yfir mitt augnlokið og blanda litnum saman við ljósari litinn.
- Takið svo dökka litinn sem er efst í vinstra horninu og setjið yst á augnlokið og í globuslínuna og blanið litunum vel saman til að mýkja förðunina.
- Takið svo ljós sægræna augnskuggann og setjið meðfram augnhárunum og í miðju augnloksins og blandið vel þetta lýsir upp förðunina og hefur sérstaklega falleg ljómandi áhrif á brún augu og ég myndi segja að það sama gildi um græn augu.
- Svo tek ég bláa litinn sem er neðst í vinstra horninu og set hann undir augun – meðfram neðri augnhárunum yst. Tek aftur ljósasta litinn og set hann í augnkrókinn og læt hann mæta bláa litnum.
Hér sjáið þið útkomuna:
Eitt atriði sem ég setti ekki viljandi hér fyrir ofan því mig langaði að tékka hvort einhver ykkar myndi fatta það en ég setti bláa augnskuggann létt ofan á maskarann til að tengja hann betur saman við förðunina og halda í fallega mýkt í kringum augun í staðin fyrir að fá of mikla skerpu sem mér finnst stundum gerast þegar ég er með svartan maskara. Ef þið tókuð ekki eftir því hvet ég ykkur til að scrolla upp og líta eftir því – mér finnst það gera mikið fyrir heildarlúkkið hvað segið þið?
Dior augnskuggarnir hafa alltaf reynst mér vel og þessi palletta finnst mér sérstaklega falleg útaf munstrinu sem er í henni – en ég efast um að það eigi eftir að endast lengi hjá mér þar sem þessi hefur verið mikið notuð síðan myndin hér að ofan var tekin og kemur til með að verða meira notuð!
EH
Skrifa Innlegg