fbpx

Augnablik í Myndum

Lífið MittMeðgangaMyndir

Helgarlesningin – 2 af 4 blöðum sem ég kaupi alltaf í hverjum mánuði. Ómissandi!

Ég á yndislega frænku í útlöndum sem sendi mér afmælispakka sem innihélt föt, smekki, handklæði og þvottapoka fyrir litla kút. Takk fyrir okkur elsku Sirrý***Ég er aðeins farin að leika mér að því að prófa að skreyta gluggana heima. Næstu helgi verða svona rauðar pappírsjólakúlur í mismunandi stærðum hengdar upp og hvítar jólaseríur settar meðfram gluggakistunni.Fallega kisan mín sem sefur svo vært. Hún minnir mig dálítið á kanínu þegar hún liggur svona endilöng. Míu finnst best að liggja í miðjunni á meðgöngukoddanum mínum þessa dagana.Eitt af uppáhalds kertunum mínum – páfuglinn.Mér fannst mjög skemmtilegt þegar vinkona mín benti mér á að verndarhendurnar mínar væru að vernda Bumba litla <3

Í dag er aðeins 1 mánuður í settan dag og næstu helgi ætlum við að leggja lokahönd á herbergið hans Bumba og þar sem ég er komin í leyfi frá vinnunni fram að fæðingu ætla ég að dunda mér við að þvo öll fínu fötin hans í vikunni. En í dag er það piparkökubakstur með ömmu og frænkum.

EH

Stjörnur og Eyeliner

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Arndís

    25. November 2012

    Hvar fékkstu svona fínar pappírskúlur?? Og páfuglinn er æði! :)