fbpx

Ari ♡

Ég Mæli MeðFallegtFræga FólkiðIlmirJól 2015Jólagjafahugmyndir

Ilmvatnið sem ég skrifa hér um fékk ég að gjöf. Ég skrifa alltaf um allar vörur af einlægni og vil að lesendur geti treyst mínum orðum. 

Það er ekki svo langt síðan ég sagði ykkur frá nýjustu stórstjörnunni til að prófa sig áfram í stórskemmtilega heimi ilmvatna. En söngkonan Ariana Grande hefur nú fært okkur á Íslandi nýjasta ilmvatnið sitt sem heitir einfaldlega bara Ari sem er gælunafn söngkonunnar.

Ariana Grande er ein allra skærasta stjarnan í tónlistarheiminum núna og hefur þrátt fyrir ungan aldur hlotið svakalega mikið af flottum verðlaunum og tilnefningum. Hún hefur átt ófá lög á topplistum í tónlistarheiminum og virðist vera langt frá því að ætla að fara að slaka eitthvað á. Hún lék smá hlutverk í mínum guilty pleasure þáttum Scream Queens.

Mig langaði aðeins að kynna fyrir ykkur ilmvatnið en það er nú þegar orðið mjög vinsælt vestan hafs og margar ungar íslenskar dömur sem bíða spenntar eftir því. Þó svo að ég hafi kannski til að byrja með aðeins þurft að googla hana Ariönu þá eru þessar ungu sem ég hef verið að fræða aðeins um húðumhirðu í skólum hér á höfuðborgarsvæðinu alveg með það á hreinu hver daman er! Já ég er gömul…

Hér aðeins neðar þá getið þið líka séð hvernig ilmvatnið fallega og ljúfa gæti orðið þitt og vinkonu þinnar.

ari5

Með ilmvatninu er það ósk Ariönu að aðdáendur sínir geti átt hlutdeild í henni sjálfri með nýjum hætti. Ilmurinn endurspeglar söngkonuna og hennar smekk. Pakkningarnar utan um glasið eru í fallegum lavander pastel lit sem er uppáhalds litur söngkonunnar, eiginhandaráritun söngkonunnar er að fylgja á öllum pakkningum og það má bara segja að hvert eitt og einasta smáatriði sé í anda hennar og tískustíls hennar.

Ilmurinn:

Topptónar: fersk pera, bleikt greipaldin og safarík hindber.

Hjartað: mild dalalilja, rósaknúppar og vanillu orkedía.

Grunnurinn: Sykurpúðar, kremkenndur moskus og ljósir viðir.

Þessi ilmur eins og þið sjáið er mjög skemmtilegur, hann er sætur en með mjög mjúkum og þægilegum kremkenndum keim. Ég finn helst fyrir hindberjunum, vanillunni, sykurpúðunum og kremkenndu eiginleikunum. Ég get alveg lofað því að þessi er ekkert bara fyrir unga aðdáendur söngkonunnar hann mun höfða til mjög margra því hann er bara virkilega vel heppnaður hjá henni og ilmurinn mun sannarlega ná að eignast stóran aðdáendahóp.

ari3

Hönnunin á glasinu finnst mér alveg sérstaklega falleg! Ég elska þegar glasið er skorið á svona hátt, þetta er sérstakur demantskurður sem gerir það að verkum að ljós endurkastaðst alveg sérstaklega fallega af því. Í þokkabót er ilmurinn sjálfur svo með fallegum bleikum blæ svo glasið er enn fallegra. Skemmtilegur dúskur setur sinn svip á glasið, það er nú hægt að taka hann af en mér finnst hann svo sætur og gefur mér svona smá vintage tilfinningu.

Ilmvatnið er bæði til í 30ml og 50ml glösum en hér sýni ég 30ml glas:)

ari

En í tilefni komu þessa fallega ilmvatns til landsins langar mig að setja í gang smá vinkonuleik! Ef ykkur langar í þetta eða vitið um einhvern sem langar í Ari, kíkið þá inná Facebook síðu bloggsins og takið þátt. Gjafaleikurinn fer fram þar sem ég deili linknum á þessa færslu á vegg Facebook síðu bloggsins…

FACEBOOKSÍÐA REYKJAVÍK FASHION JOURNAL

Ég veit að það eru margar ungar dömur sem bíða spenntar eftir þessu fallega ilmvatni svo það er tilvalin jólajgöf fyrir ungu dömuna í fjölskyldunni og verðið skemmir ekki fyrir.

Endilega takið þátt í leiknum hlakka til að sjá viðtökunar!

Erna Hrund

Jólagjafahugmyndir fyrir barnið

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Margret

    11. December 2015

    Hvar fæst ilmvatnið ?