fbpx

Áramótin okkar

ÁramótLífið MittTinni & Tumi

Ég átti yndislegt kvöld með fjölskyldunni minni á Gamlárskvöldinu. Við fórum í mat til mömmu og pabba þar sem bróðir minn, amma og föðurbróðir borðuðu með okkur. Við fengum þriggja rétta kvöldverð, í forrétt var dýrindis villiréttasmakk, í aðalrétt var hamborgarhryggur og í eftirrétt var pavlova. Reyndar tókum við okkur öll smá pásu á milli aðalréttarins og eftirréttarins þar sem við vorum öll að springa.

Eftir matinn skelltum við okkur út til að sprengja fyrstu flugeldana. Það kom í minn hlut að sprengja fyrstu sprengjurnar sem mér fannst alls ekki leiðinlegt þar sem ég er mikil flugeldamanneskja og Gamlárskvöld er einn af mínum uppáhalds hátíðardögum. Ég hreinlega elska flugelda, því stærri, því hævarari, því bjartari, því betri!

Hér fáið þið smá innsýn inní kvöldið okkar, förðunar- og dressmyndir koma svo seinna:)

áramót-11

Snærinn minn að leika sér með kubbana sína.

áramót-10

Villiréttasmakkið sem pabbi reiddi fram. Öndin var án efa best að mínu mati.

áramót-9

Sætur strákur með hatt!

áramót-8

Við reyndum hvað við gátum að taka fjölskyldumynd en ekkert gekk… þetta var það besta ;)

áramót-12

Feðgar á leið út að sprengja.

áramót-13

Siggi Valur afabróðir og Tinni Snær.

áramót-14

Komin með gleraugun – maður þarf að hafa varan á í kringum flugeldana.

áramót-15

Ég smitaðist af flugeldaáhuganum frá pabba – hann á þennan sérsmíðaða rakettustand sem kannski gefur ykkur smá hugmynd um hvað hann er langt leiddur.

áramót-16

Raketta á leið á loft.

áramót-17

Tinna leist ekkert á hávaðann fyrst….

áramót-18

…. en um leið og mamman var komin var þetta miklu betra og bara skemmtilegt að fylgjast með ljósunum í loftinu.

áramót-19

Stjörnuljós eru snilld…..

áramót-20

…. sannkölluð fjölskylduskemmtun.

áramót-21

Tinni Snær og afi Hemmi skoða himininn.

áramót-22

Litli sæti strákurinn minn sofnaði yfir Áramótaskaupinu.

áramót-23

Hann vaknaði þó þegar sprengingarnar mættu í öllu sínu veldi og við vorum á miðnætti öll saman útá svölum – hér náðist loksins betri fjölskyldumynd.

áramót-24

Amma Erna, mamma, Maggi Valur, ég, Tinni Snær og pabbi.

áramót-26

Þessi hefði verið virkilega skemmtileg ef móðir mín hefði nú bara ákveðið að vera í fókus….

áramót-27

Hér er nú ein ágæt – pabbi er samt dáldið kreisí….

áramót-28

Mamma og Snær <3

áramót-29

Flugeldarnir í hámarki. Mamma og pabbi eru með útsýni yfir alla Reykjavík – alveg frábært!

Fullkomin áramót með strákunum mínum  – ég er strax orðin spennt fyrir þeim næstu og harðákveðin í því að gera Tinna Snæ jafn hrifinn af flugeldum og mamma hans er.

Gleðilegt ár kæru lesendur og takk fyrir allt það gamla!

EH

Bestu Snyrtivörur ársins 2013 að mati lesenda

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Edda Sigfúsdóttir

    4. January 2014

    Flotta fjölskylda!! Gleðilegt nýtt ár elskulega familía, hlakka til að eiga fleiri stundir með ykkur árið 2014, mun fleiri en 2013! ;*