Mig langaði að prófa eitthvað nýtt um helgina svo ég ákvað að setja skyggingu utan um innri augnkrók auganna ólíkt ytri sem ég geri venjulega – mér finnst þetta bara koma ágætlega út – langar samt að prófa að gera þetta lúkk með litríkari augnskuggum held það gæti verið ennþá flottara eins og með grænum eða bláum. Hér sjáið þið vörurnar sem ég notaði. Ég notaði BB kremið frá Smashbox yfir allt andlitið – mér finnst það gefa góða þekju yfir húðina og nægir eitt og sér. Svo setti ég ljósasta skuggann úr nýju Smashbox pallettunni yfir allt augnlokið og skyggði síðan með fljólubláa litnum – sem er í miðjunni, neðri línunni. Að setja svona dökkan lit í innri augnkrókinn getur verið vandasamt því ef það fer of mikill litur getur litið út eins og þið séuð með glóðurauga svo munið að dreifa dreifa dreifa! Eins og þið sjáið þá setti ég líka nóg af fjólubláa litnum undir augun. Ég notaði svo 3. litinn í L’Oreal pallettunni yfir allt augað og mýkti fjólubláa litinn með honum þannig það voru engar útlínur auk þess sem ég sett hann undir augabrúnirnar. Svo notaði ég gel eyelinerinn frá L’Oreal og Falsies Feather maskarann frá Maybelline – er kominn á maskara nr 2 núna af þessari týpu, það gerist ekki oft. Svo setti ég Marilyn frá MAC í kinnarnar og lit 715 frá Maybelline á varinar….
EH
Skrifa Innlegg