fbpx

Annað Dress: Vinnudress

Annað DressLífið Mitt

Ég var heima í gær með lítinn veikan strák – ekki það að hann sé neitt veikur eða hafi verið það í gær. Elsku Tinni Snær hefur núna tvisvar á bara örfáum dögum fengið allt í einu hita sem fer jafn fljótt og hann kemur. Ég er eiginlega á því að kenna tanntöku um málið en það bólar ekki á neinni.

Sjálf er ég yfir mig ánægð í vinnunni – ég hlakka alltaf til að mæta í vinnuna á hverjum degi, ég vinn á mjög líflegum vinnustað með skemmtilegu fólki. Ég hef unnið á J&L í 4 og hálft ár – 3 ár vann ég í móttökunni en nú hafa áherslurnar færst yfir í samfélagsmiðla og bókhald. Ég verð því að viðurkenna að ég saknaði smá vinnunnar í gær – það var samt æðislegt að fá að vera heima með Tinna, alls ekki misskilja mig. Ég plataði eina samstarfskonu mína til að smella af mér mynd fyrir framan smámunahilluna í móttökunni hjá J&L – hér sjáið þið mig í mínu daglega umhverfi í þægilegu en flottu (alla vega finnst mér það) og týpísku vinnudressi!

vinnudressBuxur: Vila
Bolur: Cos í Kaupmannahöfn
Peysa: Vila
Skór: Din Sko í Malmö

Ég elska að vera í þægilegum fötum í vinnunni – best finnst mér að vera þannig klædd að mér líði bara eins og ég sé í heimagallanum en samt fín. Þannig leið mér þennan fína dag í vinnunni. Múrsteinslitaði bolurinn lífgar dressið við og buxurnar eru svo þægilegar og stílhreinar. Það er til peysa í stíl við buxurnar en ég ákvað að sleppa henni í þetta sinn bara svo þið mynduð nú ekki gefast uppá stelpunni sem gengur bara í matching flíkum!

Ég er svo alveg sannfærð um það að skórnir séu bara bestu skókaup sem ég hef gert í langan tíma.

EH

Andlitsolía sem fæst á Íslandi

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

5 Skilaboð

  1. Björk

    12. February 2014

    Mjög smart dress !

  2. Karen

    12. February 2014

    Kósý :) Hvað er J&L ?