fbpx

Annað dress: pastelblár

Annað DressFashionLífið MittLúkkNýtt í FataskápnumShopStíll

Við kærustuparið skelltum okkur útað borða á Snaps fyrir helgi. Tilefnið var að þakka dásamlegu dagmömmunum í Ólátagarði fyrir frábæran vetur ásamt hinum foreldrunum. Stórskemmtilegt kvöld með frábærum félagsskap og góðum mat.

Við ákváðum fyrir stuttu að láta Tinna Snæ halda áfram í Ólátagarði til áramóta ég er ótrúlega ánægð með þá ákvörðun enda bestu dagmömmur bæjarins að mínu mati. Svo finnst mér litli kúturinn minn bara svo hamingjusamur í Ólátagarði, honum hefur farið svo mikið fram og þess vegna enn meiri ástæða til að leyfa honum að vera lengur:)

En mig langaði að deila með ykkur dressi kvöldsins sem var í þetta sinn allt tekið fram í fyrsta sinn fyrir tilefnið.

annaðdressneela2

Förðunin: Ég var voðalega löt fyrir kvöldið og skellti á mig léttu CC kremi (get ómögulega munað hvaða akkurat núna), Babydoll frá YSL í kinnarnar, Burt’s Bees varasalva á varirnar og smá fullingu í augabrúnirnar ásamt einni umferð af náttúrulegum maskara. Stundum er einfaldleikinn bestur.

annaðdressneela4

Kjóll: þessi heitir Tinny Dress og fæst í VILA. Hann er í uppáhalds litnum mínum fyrir sumarið – pastelblár. Hér er á ferðinni kjóll sem er í fullkomnu sniði, mjúku efni og hentar við öll tilefni. Þessi útgáfa er stutterma en þeir hafa líka komið með 3/4 ermum og ermalaus. Besta við hann er verðið 5500kr – fyrir frábæra viðbót í fataskápinn. Ég er líka ánægð með litinn því eins og þið sjáið dett ég stundum í svarta gírinn en hér get ég aðeins komið í veg fyrir það með því að para þennan fallega bláa lit við.

Jakki: Dásamlega fallegi jakkinn sem ég valdi þegar ég fékk að fara með í innkaupaferð hjá VILA í Kaupmannahöfn. Hann kom á síðasta fimmtudag og seldist upp á augnabliki það var eiginlega lygilegt. Ég lofa að láta vita um leið ef hann eða svipaður jakki kemur. En mín reynsla er sú að það kemur alltaf eitthvað nýtt og fallegt í þessa frábæru verslun. En fyrir áhugasamar þá er hér á ferðinni léttur og eiginlega stuttur trench coat ég fékk mér báða liti svartan og ljósbrúnbleikan, bundinn saman í mittið.

annaðdressneela

Skór: Bianco Kringlan, þægilegustu hælar sem ég hef nokkru sinni stigið fætur í! Sjúkir skór sem ég féll fyrir eins og svo margar aðrar. Þessir komu nýlega aftur og ég sé ekki eftir því að hafa bætt þeim við í skóskápinn minn. Á tveggja vikna fresti kemur alltaf ný sending í uppáhalds skóbúðina mína og þá er ég alltaf fljót að kíkja í heimsókn. Þessir og hlébarðastrigaskórnir sem ég hef sýnt ykkur áður komu með mér heim í síðustu heimsókn og ég er varla búin að nota aðra skó en þá tvo. Skórnir sem ég skarta hér heita Neela Boot og það er eitthvað lítið eftir af þeim kosta 16990 kr:)

Fyrir áhugasamar þá er frábær útsala í versluninni núna en það er 50% afsláttur af öllum útsöluskóm og það er fullt fallegt í boði. Ég elska þegar verslanir eru með almennilega útsölur og bjóða okkur viðskiptavinunum uppá svona frábæra díla – þannig eiga útsölur að vera að mínu mati!

annaðdressneela5

Sokkabuxur: Shock Up 60 den – hér eru á ferðinni uppáhalds, uppáhalds sokkabuxurnar frá Oroblu að sjálfsögðu. Ég á 4 stk af þessum og þær fara í venjulegan þvott og ég hendi þeim yfirleitt í þurrkarann. Það sést ekki á þeim. Liturinn er þekjandi og þær gefa frábært aðhald. Ég vel alltaf aðhaldssokkabuxur, þær styðja ótrúlega vel við bakið, móta líkamann fallega og það besta er að þær haldast alltaf á sínum stað!

Takk fyrir frábært kvöld kæra Ólátagarðsklíka!

EH

Blue, blue, blue...

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Karin

    30. June 2014

    Takk sömuleiðis fyrir frábært kvöld :)

  2. Thorunn

    30. June 2014

    Ví við fínar í pastel bláu við uppáhalds skóna okkar! :)

  3. Inga

    30. June 2014

    Takk fyrir mig sömuleiðis elsku Erna mín. Þú ert alveg ótrúleg og það sem þú skrifar fallegt um okkur Ólátagarðskellurnar. Ég er búin að vera í algjöru spennufalli eftir kveðjustundina og ég vona að við hittumst sem fyrst í sumar. <3

    • Þið mæðgur eruð bestar og eigið öll þessi fallegu orð og meira til skilið*** við verðum endilega að hittast sem fyrst tinni talar mikið um þig:)

      • Inga

        1. July 2014

        Við verðum bara í bandi :)