fbpx

Annað dress og förðun: Hnotubrjóturinn

Annað DressJól 2014Lífið MittmakeupMakeup ArtistMitt MakeupSnyrtibuddan mín

Ég er enn að tryllast yfir því hve flott sýningin á Hnotubrjótnum var í gær og hversu stórkostlega tónlistarmenn við eigum í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Sú sem fór með aðalhlutverkið í sýningunni var alveg æðisleg og útgeislunin var svo mikil að ég gat ekki slitið augun af henni frá því hún kom fram á sviðið fyrst. En ef ég á að vera alveg hreinskilin þá átti hljómsveitin okkar hug og hjarta mitt á þessari sýningu og ég stalst inná milli til að loka augunum og njóta fallegu tóna þeirra. Að við eigum svona heimsklassa tónlistarmenn er alveg magnað og ég þarf að vera duglegri við að fara og heimsækja þau og hlusta á þau í Hörpunni.

Ég klæddist að sjálfsögðu nýja fallega kjólnum mínum sem ég sýndi ykkur HÉR. Hann kom ótrúlega vel út og ég fékk mörg hrós þarna um kvöldið – það er aldrei leiðinlegt ;)

hnotubrjóturdress2

Kjóll: Vero Moda

Skór: Bianco – þau sjást ekki nógu vel hér en þetta eru dásamlega falleg ökklastígvél með
pinnahælum sem ég fékk fyrir ekki fyrir svo löngu síðan .)

hnotubrjóturdress

Ég er mjög hrifin af þessum kjól og hann kemur sterklega til greina sem jólakjóllinn í ár. Það er líka bara ótrúlega þægilegt að vera í honum.

Förðunin  var mjög klassísk – dökk smoky förðun með nude vörum og gerviaugnhárum…

hnotubrjóturdress8

Ég byrjaði á því að grunna augnlokin með svörtum eyeliner blýanti sem ég dreifði vel úr yfir augnlokið. Yfir blýantinn setti ég svo brúnan augnskugga og mýkti han vel. Uppvið augnhárin setti ég svo aðeins meiri eyeliner og smudge-aði hann létt til að fá meiri dýpt í augnförðunina áður en ég setti blauta eyelinerinn. Meðfram neðri augnhárunum gerði ég það sama, ég setti svarta eyelinerinn meðfram neðri augnhárunum og smudgeaði hana til með burstanu sem ég notaði til að bera brúna augnskuggann á augnlokin.

Húðin er að sjálfsögðu Diorskin Star farðanum og hyljaranum – mín uppáhalds! Yfir húðina notaði ég svo Studio Sculpt púður í dökku og ljósu til að móta andlitið – þið fáið færslu um þá athöfn í næstu viku! Í kinnunum er ég svo með einn ferskju litaðan kinnalit frá Make Up Store – dásamlega frísklegur og fallegur!

hnotubrjóturdress10

Vörurnar sem ég notaði….

Augu: Eyestudio Mono frá Maybelline í litnum Ashy Wood, Dip Brow frá Anastasia Beverly Hills fæst á nola.is, Color Riche eyeliner frá L’Oreal í svörtu, Master Precise eyeliner frá Maybelline og Dior Addict It-Lash frá Dior.

Húð: Studio Sculpt púður frá MAC, Diorskin Star farði frá Dior og Diorskin Star Concealer hyljari frá Dior og ferskjulitaður kinnalitur frá Make Up Store.

hnotubrjóturdress7 hnotubrjóturdress4

Augnhárin eru frá Tanya Burr – ég held að þessi séu mín uppáhalds af þessum 6 sem koma í sölu hér á Íslandi innan skamms, þau eru svo fullkomin og gefa mikla þykkingu og þéttingu á augnhárunum og eru voðalega ekta…

Tanya_Burr_Pretty_Lady_False_Eye_Lashes_1413991229hnotubrjóturdress3

Vara kombóið er líka frá vinkonu minni henni Tönyu – eða annar helmingurinn alla vega.

hnotubrjóturdress9

Ég byrjaði á því að grunna varirnar með Color Drama varalitablýanti í litnum Nude Perfection og yfir er það einn af varaglossunum hennar Tönyu sem heitir First Date. Blýanturinn er svo brúnn og mér finnst bleiki liturinn í glossinum alveg fullkomin með honum, hann highlightar varirnar fullkomlega svo þær verða voða fínar og þrýstnar.

hnotubrjóturdress6

Ég er voða ánægð með þetta lúkk – flott kvöldförðun og ég er að fara aðeins útúr mínum þægindaramma með svona mikilli förðun á föstudagskvöldi.

Hvernig líst ykkur á gerviaugnhárin? Ég er mjög spennt að kynna þau almennilega fyrir ykkur á næstu dögum ;)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sumar sendar sem sýnishorn, aðrar hef ég keypt. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Dolce & Gabbana The Collectors Edition

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

3 Skilaboð

  1. Elísabet

    22. November 2014

    Glæsileg ertu og einstaklega falleg förðun

  2. Soffia Ingibjörg Guðmundsdóttir

    22. November 2014

    Èg get staðfest það, þú varst stórglæsileg, Erna mín, mikið var gaman að hitta ykkur í gærkvöldi. Sammála þèr, tónlistin var dásamleg og sýningin öll frábær :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      22. November 2014

      Takk mín kæra*** Rosalega var gaman að hitta á ykkur hjónin – við efnum matarboðsloforðið sem fyrst! :D