Það var dáldið pínlegt að vakna í morgun og líta útum gluggann – við áttum svo dásamlegan dag í gær við tókum strætó niðrí bæ, fengum okkur að borða og röltum þar um og skelltum okkur svo í Gaflaraleikhúsið á frumsýningu Bakaraofnsins. Ég mæli eindregið með þessari stórskemmtilegu sýningu fyrir krakka á öllum aldri alla vega skemmtum við þrjú okkur konunglega og Gunni og Felix fóru á kostum að sjálfsögðu. Svo þegar heim var komið tók við að sópa stéttina fyrir utan heima og taka aðeins til í bílnum og manni fannst einhvern vegin vorið liggja í loftinu. Svo þegar við vöknuðum í morgun þá sást varla útum gluggana hjá okkur fyrir snjó!
En ég get þó huggað mig yfir því að við áttum frábæran dag í gær, hér sjáið þið nokkrar myndir og dress dagsins…
Eins og ég sagði ykkur fyrir helgi þá var ég virkilega spennt fyrir sendingunni sem við áttum von á inní Vero Moda fyrir helgina. Ég lenti sjálf í miklum valkvíða þegar kom að því að velja á milli þeirra sem voru á mínum óskalista. Ég er virkilega sátt með þær sem ég valdi og þær voru alveg þónokkrar en þennan dag skartaði ég eiginlega bara flíkum úr þessari sendingu – það er bara alltaf aðeins of gaman að bæta nýjum flíkum inní fataskápinn og ég get sjaldan staðist það.
Feldur: Feldur Verkstæði fæst í Geysi, þessi gersemi kom uppúr pakkanum frá unnustanum og hann hef ég borið á nánast hverjum degi síðan þá. Ég fæ hrós fyrir hann í hvert einasta skipti og ég get svo svarið að þetta er einn sá fallegasti fylgihlutur sem ég hef nokkru sinni átt!
Jakki: Vero Moda, einn af þessum glæsilegu úr nýjustu sendingunni. Ég féll fyrir honum um leið og ég sá hann, efnið er veglegt, hann er léttur alveg fullkominn vorjakki. Svo eru litirnir líka tilvaldir því svart og hvítt passar jú við allt.
Peysa: Vero Moda, þessi grófa prjónapeysa er mjög skemmtileg, síð að aftan og mun styttri að framan. Ég fékk svo svakalega fyrir henni og góða verðinu – 4590kr – svo ég fékk mér bæði þessa ljósu og í ljósgráu líka! Þessi verður mikið notuð enda stór í sniðinu og passar vel yfir kúluna.
Buxur: Fantasy Leggings frá Vero Moda, þessar fullkomnu óléttubuxur sem ég skrifaði um í myndafærslunni í gær. Ég er líka í þeim í dag enda svo þægilegar. Þær komu líka í gráu og ég vona að þær séu enn til í minni stærð inní búð svo ég geti átt báða liti.
Skór: Camilla Pihl fyrir Bianco, þessa hef ég ekkert viljað nota í slabbinu síðustu vikur þetta eru án efa fallegustu skórnir í safninu og því vildi ég engan vegin eiga hættu á að þeir myndu eitthvað skemmast. Svo fyrst allt var þurrt í gær fagnaði ég með því að skella mér í þá, þeir fá þó smá hvíld strax aftur miðað við núverandi veðurástand.
Eins og ég segi hér fyrir ofan þá áttum við dásamlegan dag í gær, við stoppuðum á Nora Magasin og fengum okkur smá að borða og Tinni Snær fór á kostum enda stórskemmtilegt barn þar á ferð ;)
Þegar við foreldrarnir sáum matinn hans Tinna Snæs sáum við eiginlega eftir því að hafa ekki pantað okkur eins svo girnilegur var hann en við fengum þó aðeins að narta í réttinn hans.
Hér sjáið þið brunchinn – Tinni Snær er mikill pönnukökukarl svo við skiptumst á frönskum og pönnukökum og vorum bæði mjög sátt með það!
Sæti minn!!***
Eftir matinn röltum við aðeins um bæinn, nældum okkur í góðan kaffibolla til að hlýja fingrunum og svo lá leiðin beint í leihús. Ég hef sjaldan átt jafn dásamlegan laugardag með mönnunum mínum og mikið hlakka ég til að eiga fleiri góðar vorstundir með þeim innan skamms.
Njótið dagsins í dag og til hamingju með daginn kæru konur***
EH
Skrifa Innlegg