fbpx

15 vikur og fullkomnar óléttubuxur!

Lífið MittMeðgangaNýtt í Fataskápnum

Það er dáldið skrítið að upplifa meðgöngu nr. 2 – hún er einhvern vegin allt allt öðruvísi en sú fyrsta, ég er ekki jafn stressuð, tíminn er miklu fljótari að líða og ég er að njóta mín mun betur því ég þekki þetta svo vel. Það er líka skrítið að sjá hvað kúlan er að stækka hratt, hún var sérstaklega stór í gær þegar við tókum þessar fínu bumbumyndir en í dag eru komnar 15 vikur.

Fyrstu hreyfingarnar eru löngu farnar að gera vart við sig, mér finnst þær reglulega kósý sérstaklega því ég veit núna hvað er í gangi. Fyrstu spörkin eru líka farin að láta á sér bæra og um daginn komu tvö alveg svakalega kröftug, það fyrsta kom þó fyrir ábyggilega 10 dögum síðan og þá trúði ég varla því að þetta væri að gerast svona snemma. Ég man nú reyndar ekki alveg hvenær ég fann fyrstu spörkin hjá Tinna Snæ en ég man vel eftir því að ég var lengi að fatta að þetta væru spörk þessir dynkir sem voru inní mér. Þegar ég gekk með Tinna Snæ var fylgjan staðsett fyrir aftan legvegginn sem útskýrði það hvað ég fann snemma fyrir hreyfingum – það sama virðist vera uppá teningnum á þessari meðgöngu.

Hér sjáið þið statusinn núna – algengustu kommentin sem ég fæ þessa dagana eru – ertu viss um að þú sért ekki með tvö, já eða hvernig endar þetta!

15vikur2

Glæsilegu slitförin eru farin að teygja vel úr sér og það er greinilegt að húðin er í góðri æfingu eftir síðustu meðgöngu því ég finn ekkert fyrir stækkuninni núna. Á síðustu meðgöngu klæjaði mig alveg svakalega í húðina öllum stundum því hún var að teygjast svo svakalega hratt, mér fannst lítið virka þó ég hafi verið hrifin af virkni E vítamína sem auka teygjanleika húðarinnar og slaka á henni. Svo ef þið eruð að finna fyrir þessum teygjuverkjum þá er E Vítamín Body Butterið frá Body Shop mjög flott vara við því. Ef þið hafið áhyggjur af slitum eða eruð að býsnast útí slitin ykkar þá mæli ég með að þið lesið færslu sem ég skrifaði eftir að ég átti Tinna Snæ, þessa lesningu get ég ekki minnt nógu oft á því færslan hjálpar mér enn, ég hef oft farið yfir þennan texta síðan ég skrifaði hann. Þetta er besta færsla sem ég hef nokkru sinni skrifað, uppáhalds færslan mín og hún verður það alltaf. Smellið á heiti færslunnar hér til að fara inná hana – ÞAÐ ER ENGIN EINS…

Til ykkar sem senduð mér kveðju í kringum birtinguna á þessari færslu hvort sem það var á Facebook, í tölvupósti eða sem athugsemd við færsluna – takk aftur og takk endalaust. Ef ég á slæman dag þá les ég stundum yfir kveðjurnar og þær peppa mig enn upp – enn þann dag í dag gefa þær mér styrk til að halda fast í það markmið að hvetja konur að elska sig sjálfar og fanga fjölbreytileikanum.

15vikur4

Mér finnst svakalega gaman að eiga von á barni nr. 2 – sérstaklega því ég er að upplifa það að ég sé svona smá reynslubolti í faginu. Nokkrar vinkonur og líka bara lesendur sem eiga von á sínu fyrsta barni hafa á undanförnum vikum verið duglegar að biðja mig um ráð við hinu og þessu og þá sérstaklega fötum. Það er svo sem kannski ekkert algengt að vera strax farin að lenda í því vandamáli að passa ekki í fötin sín og ég á í sérstöku vandamáli með buxur. Á síðustu meðgöngu komst ég upp með að kaupa mér engan sérstakan meðgöngufatnað – ég sá aldrei tilganginn í því. Það eina sem ég keypti mér voru gjafabrjóstahaldarar og gjafahlýrabolir. Þessi fatnaður hefur reynst mér vel nú þegar á þessari meðgöngu. En ég kaus frekar að kaupa mér föt sem ég gæti mögulega notað áfram, ég reyndar keypti ekkert sérstaklega mikið bara örfáar og sérvaldar flíkur. Ég mæli ekki með því að kaupa ykkur eitthvað sem þið ætlið að nota eftir meðgöngu – það virkar ekki… :) Svo ég hef aldrei átt sérstakar meðgöngubuxur, það er þó frábært að eiga buxur sem maður getur notað – ég splæsti í þessar á myndinni núna um daginn. Þetta eru ekki meðgöngubuxur, þetta eru ekki buxur með teyjgu í mittið, þær eru hnepptar og úr svakalega góðu bómullarefni sem gefur svo vel eftir. Mínar reyndar krumpast aðeins beint fyrir neðan mittið en ég sé ekkert af því því þær eru dásamlegar og úr minni dásamlegu Vero Moda. Svo ef þið eruð óléttar í leit af góðum buxum – langar í buxur sem þið getið mögulega notað eftir meðgöngu líka – biðjið þá um Fantasy leggings buxurnar í Vero Moda. Ég ætla ekki að fara úr mínum næstu daga því loksins á ég buxur sem ég get verið í, því þó þær heita leggings þá eru þær buxur með rennilás í klofið og tölu í mittið og ég passa í mína stærð sem er 38!

Bara svona tips frá einni bumbu til annarrar ;)

15vikur6

Þó kúlan sé stór, fötin orðin lítil og orkan sífellt minni þá er þetta dásamlegt – móðurhlutverkið er það besta sem hefur komið fyrir mig. Þó svo að krílið í maganum sé alveg óvænt þá er það kærkomin gjöf og ég upplifi sífellt hve ótrúlega heppin ég er að eiga von á öðru barni. Vitið þið það að þetta er það sem lífið snýst um eða það finnst mér alla vega. Stundum man ég ekkert hvað ég var að gera áður en ég varð mamma því ég næ ennþá að balancera öllu og ég er að springa úr hamingju.

Lífið er gott með kúlu – sérstaklega þegar bumbukrílið sparkar og ég tala nú ekki um þegar litli tveggja ára snúllinn knúsar magann og kyssir litla barn (eins og hann kallar magann) í gríð og erg – það gerist ekki betra!

EH

Konudagsförðunin

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Elísabet Kristín Bragadóttir

    21. February 2015

    Jii fæ endalaust bumbusakn þegar ég sé svona myndir :) Innilega til hamingju :D

  2. Sandra Dís

    21. February 2015

    Vá flott ertu :) Kúlan aðeins búin að stækka síðan ég sá ykkur síðast :D Gaman að hafa tækifæri á að fylgjast með í gengum netheiminn :)

    Kveðja frá Jaðarkoti.

  3. Herdís

    21. February 2015

    Þú ert klárlega með þennan ‘ólettuljóma’ yfir þér!
    Fæ nánast baby fever við að lesa og skoða :)

  4. Þórdís B

    22. February 2015

    Ég las uppáhalds færsluna þína, vel gert!!!!! ;) Að fá að ganga með barn, koma því í heiminn og fá það í fangið…… það er lífið!!! Skítt með einhver helv….slit og allt þetta rugl með að konur eiga að vera svona og hinsegin eftir barnsburð. Barn er blessun og hjartað stækkar með hverju barni hvort sem við erum gaddslitnar eða ekki haha…. Gangi þér vel ;)