Við vorum boðin í afmælisveislu á Laugardagskvöldið – sjálft kosningakvöldið. Þótt það hafi nú ekki verið planað þannig þá var kosningasjónvarpið auðvitað á og sussað þegar fyrstu tölur komu. Ég tek kosningar mjög hátíðlega og klæði mig upp í tilefni þeirra, mæti á kjörstað og skila inn mínu atkvæði. Ég er orðin nokkuð sjóuð í þessu en mér reiknast til að ég hafi kosið 8 sinnum síðan ég fékk réttinn til að kjósa fyrir tæpum 7 árum síðan ;)
Það vannst nú ekki mikill tími til að taka dressmyndir áður en við fórum í afmælið en ég krafðist þess að Aðalsteinn tæki alla vega nokkrar myndir fyrir mig á símann – svo afsakið gæðin. 5S Iphone-inn slær ekki út Canon 100D vélina í gæðum :)
Eftir að við kusum vorum við á leið í útskriftarveislu svo ég stökk inní Smáralind og keypti skyrtu fyrir litla frænda minn í Selected. Um leið og ég kom inn í búðina fönguðu buxur sem voru greinilega nýjar – ég fer aðeins of oft í heimsókn þangað – athygli mína. Þar sem ég var á hraðferð var enginn tími til að máta svo ég greip mína stærð (38) og borgaði á kassanum. Ég er ekkert smá ánægð með þær, graffískt print í svörtu og hvítu – sem var svo litaþema kvöldsins…
Dressið:
Buxur: Selected – þessar verða vandræðalega mikið notaðar á næstunni – það er bara þannig!
Toppur: VILA, ég kaupi mér held ég alltof mikið af buxum og einföldum stuttermabolum. Ég á rosalega lítið af fínum bolum en þennan keypti ég eftir miklar umhugsun og er mjög ánægð með valið. Ég þarf engdilega að eignast fleiri svona fína boli til að nota svona fínt við buxur.
Jakki: VILA, það er möst að eiga einn svona. Ég fékk mér fyrst hvítan fyrir sumarið en varð svo fljótlega ástfangin af sniðinu og hvernig kraginn kemur að ég fór strax og keypti mér svarta litinn!
Skór: Vagab0nd – Skór.is. Ég var búin að steingleyma þessum fínu skóm. Ég greip þá með mér þegar ég hljóp útum hurðina enda vorum við alltof sein eins og venjulega. Þæginlegir hælar sem virka við allt. Ég hefði þó viljað vera í nýju sandölunum mínum en þetta ömurlega veður bauð ekki uppá það… :/
Kassi: afmælisgjöfina setti ég í þennan fína kassa sem ég fann í Söstrene Grene – mér finnst stundum gaman að breyta til og gefa gjafir í fallegum kössum sem afmælisbörnin geta þá kannski notað líka sem smámunageymslur. Langmesta úrvalið og besta verðið er klárlega hjá Önnu og Clöru.
Hér er svo förðun kvöldsins en því miður náði ég ekki að taka betri myndir en þessa. Ég ákvað að gera svart smoky bara á efra augnlokið. Það er eitthvað sem ég geri mikið en mér finnst smoky áferðin bara alltaf flott og stílhrein en stundum finnst mér of mikið að vera með hana allan hringinn. Þá set ég frekar bara lit inní vatnslínuna og sleppi augnskugganum. Hér eru vörur úr nýju Alluring Aquatic í aðahlutverki á augum og vörum – tryllt lína sem þið megið ekki láta fara framhjá ykkur ;)
Ég ákvað svo í skyndi að skella hárinu í tagl – eitthvað sem ég geri örsjaldan en mig langaði aðeins að breyta til.
Svo langar mig endiega að deila með ykkur tveimur af flottustu veitingunum sem hún vinkona mín bauð uppá. Hér fyrir ofan sjáið þið snickerspopp – sjúklega gott!!
Fyrir neðan eru svo þessar fallegu bollakökur með rósum – ég hef aldrei náð að mastera þessar blessuðu rósir en mér finnst þetta alltaf jafn fallegt. Ég er búin að panta brúðartertuna fyrir stóra daginn og þær munu einmitt einkennast af svona fallegum rósum – ég er vandræðalega ánægð með val á bakarameistaranum sem ég krosslegg fingur að verði ekki flutt erlendis þegar brúðkaupið fer fram :)
Valdís vinkona sagði okkur að þegar hún hefði séð þessi pappaform að hún hefði bara orðið að eignast þau og bera eitthvað fram í þeim – ég skil hana vel enda kom þetta ótrúlega vel út hjá henni. Auðvitað var hún svo með papparör í stíl:)
Takk fyrir mig Dísa skvísa****
EH
Skrifa Innlegg