fbpx

Annað dress: kápa fyrir haustið

Annað DressFashionFW2014Lífið MittNýtt í FataskápnumTrend

Gerist mögulega það sama fyrir ykkur og gerist fyrir mig þegar það fer að hausta – verðið þið sjúkar í kósý yfirhafnir?

Síðasta vetur keypti ég mér alveg dásamlega fallega ullarkápu frá JÖR sem ég notaði óspart. Klassísk kápa sem ég held að verði notuð í fleiri fleiri ár. Viðvera hennar í fataskápnum mínum stoppaði mig þó ekki frá því að splæsa í nýja kápu fyrir haustið. Kápan gefur frá sér svona smá Ganni fíling og er alveg dásamlega falleg og hlý. Þessa sá ég fyrst í heimsókn minni í showroomið hjá Object í Kaupmannahöfn í byrjun ársins og hún varð loksins mín þegar hún mætti í uppáhalds búðina fyrir helgi.

haustkápa4

Fyrsta dressmyndin sem er tekin í fallega garðnum okkar. Ég þarf þó mögulega að drífa Aðalstein aðeins fyr með mér út þar sem þarna var komið niða myrkur. En fyrir aftan mig sjáið þið alveg dásamlega fallegt tré sem ég hef ekki hugmynd um hvað kallast en laufin á því eru orðin svo falleg – svona ombre áferð á þeim :)

haustkápa2

Kápa: VILA – Object. Kápan er hlý að utan en silkimjúk að innan. Ótrúlega hlý og það er gott að vera í henni. Ég er svo ánægð með þessa viðbót í fataskápinn og nú er lítið annað sem mig vantar í yfirhafnadeildinni fyrir veturinn fyrir utan úlpu…. – en hún er á leiðinni til landsins ;)

Sokkabuxur: All Colors frá Oroblu. Þetta er reyndar gamall litur frá því fyrir tveimur vetrum en ég elska svona plómurauðar sokkabuxur. Haustlína ársins í ár er komin í verslanir en það þýðir líka að það eru komnir fullt af nýjum fallegum haustlitum í All Colors línunni sem ég hlakka til að skoða betur!

Peysa: Vero Moda – Only. Þessi sjúklega þægilega og kósý peysa kom heim með mér úr Vero Moda um helgina. Ég er að missa mig yfir henni en ég klæddist henni fyrst síðasta mánudag og vá það var svo mikill mánudagur í mér og peysan var fullkomin fyrir það skap í mér. Ég sat fyrir framan tölvuna vafin inní peysuna með kaffibolla við hönd – besta við peysuna er verðið 5900kr!!!

Skór: Bianco. Þessir grófu en fínlegu skór heilluðu mig alveg nú fyrir stuttu þegar ég sá fyrst mynd af þeim á Facebook síðu Bianco. Skórnir komu mér svo furðumikið á óvart þar sem þeir eru bara sjúklega þægilegir. Ég rokka svakalega í stærðum í Bianco en ég tek lang oftast 36 í opnum skóm því annars labba ég uppúr þeim. Ég er í raun með misstóra fætur – vinstri fóturinn er 37 – hægri fóturinn er 36. Ég lýsi hér með eftir manneskju sem er akkurat öfugt og er skófíkill eins og ég. Við ættum endilega að fara í verslunarferðir saman!

haustkápa

Fallegir eru þeir – botninn er grófur og gerir skónna meira töff en kvenlega. Mér finnst líka koma vel út að vera í lituðum sokkabuxum við þá fá skórnir að njóta sín betur.

haustkápa3

Ég lofa betri myndum af haustlitunum í garðinum í næstu dress færslu. Þetta er nú aðeins öðruvísi umhverfi en áður þar sem malarvegurinn við Elliðavatn var yfirleitt í bakgrunni :)

Nýtt heimili – nýr bakgrunnur!

EH

Haustlökkin frá Dior

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð