fbpx

Haustlökkin frá Dior

DiorÉg Mæli MeðFallegtFashionFW2014neglurNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Mig langaði að sýna ykkur sérstaklega naglalökkin úr haustlínunni frá Dior. Mér fannst sérstaklega gaman hvað margar ykkar halda mikið uppá naglalakkafærslurnar mínar en þær eru nú ekki ófáar :) Þær eru heldur ekki fáar um Dior naglalökk enda eitt af mínum uppáhalds merkjum og ein bestu lökk sem þið fáið.

Dior er merkið sem er alltaf með puttann á púlsinum þegar kemur að litavali í lökkum og á þessu ári var formúla lakkanna endurbætt og gerð enn betri og flottari. Áferðin og endingin minna helst á gelnaglalökk.

Haustlitirnir eru í ár fimm talsins. En haustlína merkisins samanstendur af fimm mini línum sem innihalda augnskuggapallettu, varalit og naglalakk hver. Hver mini lína er innblásin af einhverjum af fimm einkennislitum Dior sem eru svartur, grár, blár, bleikur og rauður.

diorlökk

Hér sjáið þið fjögur af fimm naglalökkunum sem fást í haust frá Dior. Fyrir neðan sjáið þið svo hvernig litirnir koma út – ég er með tvær umferðir á öllum myndunum.

diorlökk4

902 – Bar

Ég held að svört naglalökk séu bara komin aftur. Dior lökkin finnst mér yfirleitt stjórna tískunni og ég efast ekki um að sjá svarta litinn áberandi enn á ný. Það byrjar núna í haust, færir sig svo í hátíðarlínurnar og svo verða svartar neglur aftur mjög áberandi haustið 2015 – vitið til!

diorlökk3

206 – Pied-de-Poule

Mér finnst þetta dáldið skemmtilegur  nude litur – dáldið kaldur og skemmtilegur. Þessi litur fylgir gráu línunni og þetta er eiginlega brúngrár litur sem er sjaldséður í naglalakkastöndum. Ég kunni mjög vel við mig með þennan lit á nöglunum. Ein umferð af þessum er mjög flott og neglurnar verða bara náttúrulegar og klassískar með þessum.

diorlökk5

853 – Massai

Liturinn sem fylgir rauða lúkkinu sem ég hef nú þegar sýnt ykkur með sýnikennslumyndbandi HÉR. Ég er nú ekki mikið þessi rauða naglalakks týpa en þessi litur er virkilega fallegur. Ég hélt þetta væri svona hárauður og átti ekki von á að ég myndi endast lengi með það á fingrunum. En ég tók það af eftir tvo daga sem er frekar langt fyrir mig sem er sífellt að skipta um liti – ég fékk meirað segja hrós fyrir fallegar neglur í vinnunni þegar ég skartaði þessu :)

diorlökk2

796 – Carré Bleu

Uppáhalds liturinn minn úr línunni. Fullkominn blár litur ég er alveg húkkt á bláu naglalakki þessa dagana eða bara síðustu mánuði. Það eina sem hefur breyst að ég er farin úr pastelbláu litunum í dökkbláu litina!

Helsti kosturinn að mínu mati við Dior lökkin er áferðin á litnum sem er alltaf þétt og jöfn. Mörg lökk eru með götóttri áferð eftir fyrstu umferð en það jafnast svo út í seinni umferðinni. Með Dior lökkunum getur maður frekar stjórnað bara hversu sterkur liturinn er með hverri umferð. Litirnir eru auðvitað smá gegnsæjir en alveg jafnir. Aðrir kostir eru svo auðvitað líka pensillinn sem er svo sjúklega góður og endingin sem er frábær og lökkin ein þau endingarbestu sem fást hér á landi.

Ég elska, elska, elska Dior lökkin!!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

Vaxið augabrúnir, vaxið!

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1