fbpx

Annað dress: Ekta íslenskt veður!

Annað DressBiancoÍslensk HönnunLífið MittShopVero Moda

Þegar maður liggur inná spítala í alls 30 daga þar af 20 samfleytt þá fer maður að sakna ákveðinna hluta. Mig grunaði nú ekki að ég myndi nokkurn tíman láta hafa það eftir mér hvað ég saknaði íslensku rigningarinnar mikið. Það er eitthvað við hana – svona þessa sem kemur ekki lárétt framan í mann alla vega – hún frískar uppá vitin. Allt í kringum mann verður svo ferkst og fallegt og það er eins og litirnir í umhverfinu verði ennþá líflegri.

Veðrið í gær kallaði á ekta íslenskt dress – þægilegt og hlýtt fyrir mömmuna sem fer lítið út þessa dagana en skellti sér í smá bíltúr með yngri syninum og verðandi eiginmanninum…

rigning5

Víðar buxur, rúllukragapeysa, lopapeysa og stígvél – veit ekki hvort dressið hefði getað verið þægilegra, fullkomið fyrir móður í bata eftir meðgöngu og fæðingu.

rigning3

Peysa: Tjörn frá Farmers Market það er ekkert smá sem ég hef notað þessa fallegu peysu frá því ég fékk hana fyrir tæpum tveimur árum síðan. Ég dýrka hana í alla staði, hún er svo hlý og góð og mér finnst hún smellpassa með öllu. Ég nota hana mikið svona eina og sér en ég á það líka til að skella henni yfir léttari kápur bara til að fá meiri hlýju. Farmers Market er eitt af mínum uppáhalds íslensku merkjum og þær flíkur sem ég á frá þeim eru allar ofnotaðar og í uppáhaldi.

Rúllukragapeysa: Vero Moda – mér finnst fátt skemmtilegra en þegar búðirnar okkar fyllast af fallegum haustvörum. Þessi peysa er ein af mörgum haustflíkum sem komu nýlega inní fallegu búðina sem ég vinn í og þökk sé yndislegum samstarfskonum varð þessi mín á meðan ég lá inná spítala. Það er eitthvað við haustin og rúllukraga sem passar svo vel saman og þetta er ekki eina rúllukragaflíkin sem hefur bæst við í minn fataskáp uppá síðkastið…

rigning2

Stígvél: Bianco – mig hefur alltaf langað að eiga góð stígvél, draumurinn hefur loksins ræst með komu þessara fallegu gersema í skóskápinn. Ég á eina alveg einstaka vinkonu sem á einmitt þessa uppáhalds skóbúð mína sem gladdi mig inná spítala með því að færa mér þessa gripi. Ég veit það hljómar ansi yfirborðskennt að þurfa að fá nýtt skópar til að verða glöð en þarna var ég búin að liggja inná spítala í viku samfleytt og það sá ekki fyrir endann á vistinni eða loka greiningu á ástandinu. Þessi eru svakalega góð – flott smáatriði sem gera þau stílhrein og flott og virkilega þægileg og mjúk. Mín eru aðeins rúm um fótinn svo ég kemst í góða sokka innan undir þau núna í haust og vetur.

rigning

Buxur: Moster frá Vero Moda – moster flíkurnar sem við fáum inní Vero Moda eru einhverjar þær allra vinsælustu. Ég skil það svo sem vel því þetta efni er svo silkimjúkt og þægilegt, fer svo vel í þvotti og heldur sér eins og nýtt. Við fáum reglulega flotta kjóla í þessu efni en fengum buxur í vor og þessar hef ég mikið notað. Þær eru reyndar ekki til, held þær hafi selst upp á örfáum klukkustundum, en næst þegar þið kíkið í VM ættuð þið að spurja um moster flík bara til að fá að finna hvernig efnið er.

rigning4

Svo ein svona að lokum af lukkulegu mömmunni sem finnst rigningin svo góð!

EH

Mínar uppáhalds 5 frá MAC

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Sunna

  15. August 2015

  wow þu litur vel ut

 2. Erna

  14. September 2015

  tókstu stígvélin í þínu númeri eða tókstu þau einu stærra og þess vegna eru þau rúm? Eða eru þetta rýmri númer ef þu skilur hvað eg a við :) þau eru svo falleg mig dreymir ekki um neitt annað en þessi stígvél!

  • Reykjavík Fashion Journal

   14. September 2015

   Sko ég er nefninlega með fætur sem eru ekki alveg jafn stórir – annar er í stærð 36 og hinn er 36,5 svo til að vera dipló í þessum og líka bara til að geta verið í þykkum ullarsokkum innanundir ákvað ég að taka 37 :) Ég geri það svona yfirleitt í Bianco í þessum lokuðu skóm en spariskór, opnir skór og sandalar þá passa ég í 36 í Bianco stærðinni :D