fbpx

Mínar uppáhalds 5 frá MAC

AugnskuggarÉg Mæli MeðLífið MittMACmakeupSnyrtibuddan mín

Ég fæ rosalega mikið af spurningum um hvaða merki sé í uppáhaldi hjá mér. Ég hef aldrei getað valið eitthvað eitt merki fram yfir önnur en ég á mér alltaf nokkrar uppáhalds vörur hjá hverju merki. Í raun er snyrtibuddan mín og kittið mitt samsett af alls konar vörum, dýrum og ódýrum, þekktum og öðrum lítið þekktum.

Vinsælasta snyrtivörumerkið á Íslandi er vafalaust MAC – það ætti nú ekki að koma neinum á óvart enda gæðamiklar vörur og gríðarlegt úrval af vörum sem leynast hjá merkinu. Ég á mér þónokkrar uppáhalds vörur frá þeim og mig langaði að deila með ykkur þeim 5 sem ég kæmist ekki af án – mögulega gæti ég komið ykkur á sporið með vörur sem þið verðið því nú að prófa!

macuppáhald

1. Prep+Prime Fix + – Fyrsta raka/setting spreyið sem ég kynntist þegar ég var að læra förðunarfræðinginn fyrir alltof mörgum árum síðan. Þetta sprey frískar samstundis uppá húðina, undirbýr hana fyrir förðun, má nota yfir förðun til að lífga aðeins uppá andlitið og til að fullkomna hana. Þetta er eitt af fyrstu svona spreyum sinnar tegundar og uppáhald mjög margra förðunarfræðinga. Ilmurinn af þessu spreyi er líka alveg svakalega góður.

2. Eye Shadow x 9 í litnum Amber Times Nine – Það er nú ekkert leyndarmál að augnskuggarnir frá MAC þykja alveg sérstaklega góðir. Ég held líka að mörg merki hafi litið til MAC augnskugganna þegar kom að því að hanna sína eigin vegna gæða og vinsælda þeirra. Langa lengi hefur verið hægt að kaupa staka augnskugga til að setja í sínar eigin pallettur hjá merkinu en nú eru komnar 9 lita pallettur sem eru tilbúnar samsettar með augnskuggum sem allir virka vel saman. Ég fékk sýnishorn af þessari pallettu núna í sumar áður en ég fór inná spítala og ég varð strax hrifin. Litirnir eru klassískir og í þannig litatón að þeir henta öllum. Áferðirnar á augnskuggunum eru ýmsar svo pallettan bíður uppá mikla möguleika. Í staðin fyrir að velja því einn stakan augnskugga frá merkinu inná uppáhalds listann þá fær þessi palletta að vera þar!

3. Extended Play Gigablack Mascara – Það eru til alls konar maskarar hjá merkinu eins og hjá öllum öðrum merkjum en þessi finnst mér sá allra besti! Ég elska greiðuna, hún ber lítið sem ekkert á sér en hún er gríðarlega öflug. Af því hárin eru svona stutt og liggja frekar þétt saman þá er svo auðvelt að þekja augnhárin alveg frá rót þeirra og af því hárin liggja þannig saman þá nær greiðan að þykkja þau og þétta svo um munar. Ég elska að nota þennan bara einan og sér eða til að undirbúa augnhárin fyrir annan maskara sem ýkir þau kannski aðeins meira. Mér finnst þó alveg magnað hvað ég næ að gera með þessum maskara fyrir augnhárin á mér. Þessi sannar það að greiðan þarf sko ekki að vera eitthvað svakalega nýstárleg til að virka vel. Þessi er æðislegur, hann hrynur ekki og smitast ekki og heldur augnhárunum eins og ég vil hafa þau allan daginn.

4. Lipstick í litnum Please Me – Við eigum allar okkar uppáhalds MAC varalit, varalitinn sem við grípum í þegar við getum ekki valið á milli allra hinna. Please Me er minn uppáhalds og hefur verið það síðan ég fékk minn fyrsta gefins í goodie bag á tískuvikunni í Kaupmannahöfn fyrir einu og hálfu ári síðan. Alla tíð síðan hef ég ekki farið langt án þessa litar sem er svona nude bleikur, mjög þekjandi og flottur og þið sem eruð dyggir lesendur ættuð að þekkja hann mjög vel!

5. Lightful C 2 in 1 Serum/Tinted Serum – Síðan ég fékk þetta serum úr Lightful línunni frá merkinu hef ég notað lítið annað. Serumið hreina nota ég á kvöldin og það litaða á daginn. Yfirleitt nota ég litaða serumið eitt og sér eða undir aðrar meira þekjandi grunnförðunarvörur. Ég elska áferðina á seruminu og virknina – það gefur miklu meiri fyllingu inní húðina bæði í formi ljóma og raka. Þetta er vara sem hentar öllum konum sama á hvaða aldri þær eru og hvernig húðin þeirra er. Ef þið sækist eftir auknum raka og ljóma þá er þetta vara fyrir ykkur. Ég gef seruminu mín allra bestu meðmæli enda dauðsaknaði ég þess á meðan ég var inná spítala!

Hverjar eru ykkar uppáhalds vörur frá MAC?

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér hef ég annað hvort keypt sjálf eða fengið sendar sem sýnishorn, það kemur skýrt fram í textanum ef það er það síðra. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Nýjustu förðunarvöru netkaupin...

Skrifa Innlegg