Hér á bæ höfum við reynt að halda bóndadaginn hátíðlegan þrátt fyrir endalaus veikindi mín og Aðalsteins. Ég náði nú aðeins að rífa mig fram úr og út í dag en fjörið entist þó ekki lengi og ég er komin aftur uppí rúm – #heilsulaustlíf2015 :( En á þessum örfáu klukkutímum þar sem ég náði aðeins að hressa mig við gat ég fagnað með því að dressa mig loks uppí nýja samstæða dressið sem við fengum inní Vero Moda í síðustu viku – þið þekkið mig ég fell fyrir öllu matching svo ég keypti það um leið og það kom uppúr kassanum!
Það er eiginlega alltof langt síðan síðasta hversdagsdress fékk að líta ljós á blogginu. Dressin í fataskápnum einkennast flest af því að vera þægileg og þetta nýja dress er það sérstaklega – flottar flíkur sem passa saman og með öðrum.
Bolur: Vero Moda – þessi er með tveimur röndum að neðan og svo á sitthvori erminni, hann er í svona A sniði svo hann er frekar sniðlaus og fínn.
Buxurnar: Vero Moda, þær eru með teygju í mittið og því sérstaklega þægilegar, ég elska buxur með teygju í mittið því þá get ég alltaf leyft mér að borða aðeins meira því teygjan gefur svo vel eftir – svona lærir maður af of miklu Friends glápi ;)
Kápa: Vero Moda, þessi fína kápa heitir Fame og var að koma til okkar fyrir helgi og er að fara hratt hratt hratt! Hún kom svört og svona ljósbrún og ég valdi mér þennan lit því ég er bara komin í smá vorfíling og mér finnst gaman að eiga ljósu litina fyrir sumarið – ég á reyndar aðra svona aðeins dekkri svo á ég eina síða bleika og aðra stutta bleika svo ég ætti að vera vel búin fyrir sumarið. Við eigum von á fleiri svona trenchum á næstunni inní Vero Moda en það er svo sem alltaf von á einhverju flottu í þessa búð sem ég er voðalega stolt að fá að vinna fyrir;)
Skór: Bianco, þessi boots hafa bjargað mér í vetur, ég er í þeim daglega! Þau eru úr Camilla Pihl línunni og ég bara get ekki skilið við þau – þau passa líka við allt svo ekki kvarta ég.
Hér sjáið þið svo bóndadagsgjöfina sem sló í gegn á mínu heimili og húsbóndinn þú þegar búinn að ákveða pláss fyrir gripinn. Ég pantaði þessar æðislegu myndir og ramma í gegnum Prentagram og sótti svo til innrammarans – virkilega fallegur gripur og gaman að eiga nokkur ómetanleg augnablik í ramma :)
Hér sjáið þið myndir af okkur fjölskyldunni á áramótunum, feðgum í brunch, mæðginum í göngutúr, kærustupari á leið á JT tónleika, fjölskyldu sem þurfti að kveðja yndislegu kisuna sína hana Míu mikið var þetta erfitt augnablik en svo margar yndislegar minningar sem standa eftir, fjölskylda sem sullar í vatni, lítill moli að kasta steinum, kærustupar í fallegri eyju og feðgar hlæja dátt. Mæli algjörlega með þessum römmum hjá Prentagram, var lengi búið að langa í svona og er svo ánægð að ég sló til og ákvað að splæsa í – þetta er falleg gjöf fyrir hvaða fjölskyldumeðlim sem er!
Nú vona ég að þessi flensupest fari að yfirgefa líkamann minn svo ég geti fengið fullan kraft aftur – því nú er bara að spýta í lófana og klára eitt stk risastórt tímarit.
Eigið yndislega helgi mín kæru***
EH
Skrifa Innlegg