Mér datt í hug að gera það nú fyrir hefð að leyfa sögunum á bakvið flíkurnar sem ég klæðist í dressfærslunum að fylgja alltaf með. Ég gerði það fyrir einhverju síðan að velja nokkrar uppáhalds úr fataskápnum og segja frá þeim en þessar beisik flíkur eiga kannski ekki alltaf heima í svoleiðis færslum.
Á Laugardaginn áttum við mjög góðan dag sem hófst á sundferð í Mosfellsbæ – þvílík snilldarlaug og fullkomin fyrir börn. Við vorum öll uppgefin eftir rennibrautafjör dagsins en Tinni Snær var að fá nýja kúta sem við urðum að vígja. Barnið er svo öruggt í sundi – mögulega einum of en hann fór alveg einn og óstuddur ábyggilega 30 sinnum í pínulitlu rennibrautina í vaðlauginni og tók ekki í mál að fá hjálp. Lítill sjálfstæður drengur sem ég á. Foreldrarnir fylgdust auðvitað mjög vel með og staðsettu sig sitthvorum megin við rennibrautina en litli strákurinn okkar var svo duglegur og fékk sér svo góðan blund eftir á.
Skyrta: Þessi glæsilegi gripur er búin að vera alltof lengi inní skáp og alltof langt frá síðustu notkun. Ég fékk hana í GK Reykjavík fyrir nokkru síðan en hún er frá merkinu SUIT. Var á frábæru verði og ég sá fyrir mér að nota hana frekar við fínni tækifæri. Það var nú meira ruglið í mér enda er þetta akkurat flík sem er hægt að nota við svo ótalmörg tilefni, líka bara í vinnuna við svartar buxur og mögulega skemmtilegt vesti!
Buxur: Hér sjáið þið mínar all time uppáhalds frá merkinu Pieces sem fæst hér á landi í Vero Moda og VILA. Buxurnar heita Funky og eru með gat á hnjánum. Þessar fylgdu mér heim frá Kaupmannahöfn og vegna mikilla eftirspurna í verslunum hér fyrir ofan tókst snillingunum í VILA á Íslandi að hafa uppá þeim og þær fást nú í verslunum merkisins í Smáralind og Kringlunni. Ég notaði tækifærið og keypti mér aðrar buxur til að eiga þegar hinar væru orðnar úr sér gengnar. Ég er mjög ánægð með þá ákvörðun enda of notaðar eins og margar ykkar hafa eflaust tekið eftir:)
Hálsfesti: Þessi skemmtilega hálsfesti kom heim með mér úr Vero Moda fyrir nokkru síðan. Festin kostaði 3490kr og var á afslætti því ef ég man rétt var ein af þessum síðustu miðnæturopnunum Kringlunnar í gangi. Ég er búin að nota þessa nokkuð oft en hún er tilvalin við svona einföld dress – svört og hvít og passar einhvern vegin við allt!
Förðun: Ljómandi húð eins og venjulega í aðahlutverki hjá mér. Hér er það CC kremið frá Estée Lauder sem er í aðahlutverki yfir húðinni en það er í miklu uppáhaldi hjá mér og eitt það besta sem er fáanlegt í þessum flokki hér á Íslandi. Svo fann ég einn klassískan varalit frá Lime Crime ofan í skúffu sem ég hef ekki notað lengi en hann er pastel orange litur sem ég setti bara yfir varirnar með fingrunum því ég vildi ekki of þétta áferð bara smá ljóma og lit á varirnar.
Skór: Ég er skófíkill með fíkn á háu stigi – hafið þið tekið eftir því! Mig langaði svo mikið í svona týpu af strigaskóm fyrir sumarið og auðvitað komu þessir skemmtilegu hlébarða skór í nýjustu sendingunni hjá Bianco. 12900 kr fyrir þessa töffaraskó sem ég klæddist bæði á föstudaginn og laugardaginn. Mér fannst koma dáldið skemmtilega út að bretta uppá buxurnar við skónna sem ég fór bara berfætt í. Annars held ég að það sé líka gott að vera í tátiljum í þessum skóm svona til að koma í veg fyrir að það setjist lykt í þá :)
Einfalt og þæginlegt dress og skórnir fullkomnuðu heildarlúkkið. Gaman að breyta til og vera í einföldum fötum en munstruðum skóm. Áfram heldur munstur æðið mitt!
EH
Skrifa Innlegg