fbpx

AndreA F/W 2013 – Baksviðs

BaksviðsFallegtFashionLífið MittMyndir

Ég og Andrea Magnúsdóttir – hönnuður og eigandi AndreA Boutique erum komnar í smá samstarf, héðan í frá ætla ég að reyna að mæta alltaf með þegar hún er með myndatökur fyrir fötin sín og taka baksviðs myndir.

Eins og mér finnst gaman að fá að taka þátt í verkefnum sem sminka þá finnst mér líka einstakt að fá tækifæri til að fylgjast með því sem er að gerast bakvið tjöldin í svona myndatökum. Það er svo skemmtilegt að sjá myndir þar sem maður þekkir söguna á bakvið þær. Hver var stemmingin og hugsunin á bakvið hvert einasta smáatriði. Það tengir mann líka svo miklu meira við myndirnar sjálfar. Svo er líka skemmtilegt fyrir þá sem hafa áhuga á því að vinna í þessum bransa að sjá hvað gerist á bakvið tjöldin.

Þið eruð nú búnar að fá að sjá brot af haustvörunum hennar Andreu HÉR og hún hefur birt lookbook myndirnar HÉR. Endilega kíkið á myndirnar sem Aldís Páls tók inná heimasíðunni hennar Andreu þær eru einstakar eins og allt sem Aldís gerir.

Njótið þessara mynda og fallegu flíkanna – mig dreymir enn um fallegu bláu peysuna – hún er æði!!

Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir
Stílisti: Andrea Magnúsdóttir
Hár & förðun: Ósk Matthíasdóttir
Fyrirsæta: Ágústa Sveins

Myndirnar mínar eru teknar á Canon EOS M vélina – meira HÉR.

EH

Mitt Makeup - IIIF

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

 1. Andrea

  15. October 2013

  Ó mæ hvað það er gaman að sjá þetta <3
  Elska myndina af Tinna þarna í miðri hrúgunni…. Vanur maður <3
  Takk elsku Erna – endalaust gaman að hafa þig með
  A