fbpx

Andlitsolía sem fæst á Íslandi

Ég Mæli MeðHúðSnyrtivörur

Fyrir stuttu sagði ég ykkur frá nýju merki sem ég var að uppgötva, Josie Maran. Ég hafði keypt mér andlitsolíu til að bera á húðina sem gerði hana vægast sagt silkimjúka. Í kjölfarið fékk ég mikið af fyrirspurnum um hvort ég vissi um einhverja svipaða andlitsolíu sem fengist hér á landi en Josie olían er aðeins fáanleg í Bandaríkjunum.

Síðan þá er ég búin að hafa augun opin og leita eftir húðolíum á Íslandi og ég fann eina frá merkinu Ole Henriksen sem fæst t.d. í Hagkaup Smáralind og Kringlu. Merkið telst kannski sem merki í dýrari kantinum en þetta eru miklar gæðavörur sem eru allar unnar úr virkum efnum sem finnast í náttúrunni.
oleh

Húðolían er stútfull af náttúrulegum andoxunarefnum sem er ætlað að koma jafnvægi á húðina. Olían er kaldpressuð og hún inniheldur A og C vítamín. A vítamínin gefa húðinni fallegt yfirborð og náttúrulegan ljóma, C vítamínið hefur þéttandi áhrif á húðinna og gefur henni fyllingu og þannig vinnur hún á móti línum. Olían inniheldur líka olíu sem er unnin úr fræjum sem eru fengin úr kjarna villtra rósa sem er undirstöðuefnið í olíunni sjálfri. Ole vörurnar eru allar náttúrulegar eins og þið hafið nú lesið en inná heimasíðu merkisins er að finna lista yfir öll efni sem eru í vörunum og hver tilgangur þeirra er – sjáið meira HÉR. Mér finnst þetta alveg frábært og það væri gaman ef fleiri merki myndu gera þetta.

Olíuna finnið þið HÉR á heimkaup.is þar sem hún kostar 11.190kr

Atriði sem ber að hafa í huga með olíuna..

  • Ég er með skraufþurra húð og því hentar olían mér og ykkur sem eruð líka með þurra húð ég myndi mæla með því að þið mynduð ekki nota þessa olíu sem eruð með olíumikla eða glansandi húð. Þið sem eruð með umframolíuframleiðslu í húðinni þurfið ekki meira af henni og ættuð því frekar að skoða vöruna sem er hér fyrir neðan.
  • Olían er ótrúlega drjúg. Fyrst þegar ég setti hana á mig þá pumpaði ég einu sinni í lófann á mér og það var meira en nóg. Ég var með alltof mikið af olíu á höndunum sem endaði bara í niðurfallinu – mikil sóun. Farið sparlega með þessa og hún á eftir að endast langa lengi.
  • Ég ber hana á eins og rakakrem þ.e. á eftir andlitsvatninu og leyfi henni að hvíla á húðinni í smá tíma. Stundum set ég rakakrem yfir húðina líka en það fer bara eftir því hvernig mér líður í húðinni hverju sinni.

oleh2Eins og ég sagði hér fyrir ofan þá langar mig að mæla með annarri vöru fyrir þær ykkar sem eru kannski ekki alveg til í að fara í olíuna en þurfa engu að síður næringu fyrir húðina. Það sem dróg mig upphaflega að þessari vöru var ilmurinn af henni. Hann er ofboðslega frískandi og það er mjög freistandi að grípa skeið og borða uppúr krukkunni. Eins og olían þá inniheldur kremið A og C vítamín. Kremið nærir húðina og róar hana – ég held að þetta sé einmitt fyrir ykkur sem eruð með blandaða húð – húð sem verður þur en þið fáið líka bólur og eigið til að glansa. Að mínu mati er það erfiðasta húðtýpan til að finna réttu vörurnar fyrir, það er alla vega mín reynsla þegar ég hef verið að hjálpa konum að velja réttar vörur.

Þetta krem er án allra paraben efna – ef þið eruð með ofnæmi fyrir þeim þá ættuð þið að skoða þetta krem.

Kremið fæst HÉR inná heimkaup.is og kostar 9.550kr.

Ég þarf klárlega að kynna mér þessar vörur betur ég er spennt fyrir líkamsvörunum og líka CC kreminu þeirra. Valhnetumaskinn frá merkinu er líka æðislegur en hann var t.d. valinn besti maskinn hjá Nude Magazine!

EH

Eins og að vera með köngulóalappir í kringum augun!

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. ásta hemanns

    12. February 2014

    það er til geggjuð andlitsolía í merki sem heitir my signature spa og er ecocert stimplað lífrænt merki og fæst í lyfju apótekunum, ótrúlega góð! kostar minnir mig 4þús kall og dugar (næstum því) að eilífu :)