fbpx

Alber Elbaz í Duty Free

AuguÉg Mæli MeðFashionLancomemakeupMakeup ArtistMaskarar

Ég hef alltaf verið ótrúlega hrifin af Alber Elbaz – yfirhönnuði hjá tískuhúsinu Lanvin. Ég sé fyrir mér að hann sé ótrúlega skemmtileg týpa með sérstakar skoðanir og einstakan stíl. Eitt af því sem mér finnst styðja það eru skordýrin sem einkenna haustlínu tískuhússins. Alber var fengin til að poppa aðeins uppá umbúðir nokkurra vinsælla förðunarvara frá Lancome fyrir sumarið 2013. Vörurnar verða aðeins fáanlegar í þrjá mánuði en þær komu fyrst í júní.

Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi fyrsta Hypnose maskarans – en það er orðið alltof langt síðan ég notaði hann síðast þarf að fara að rifja upp gömul kynni. Ég hefði ekkert á móti því að eingast hann í svona fallegum umbúðum en ég er ekki á leiðinni til útlanda í bráð. Þessar umbúðir eru eingöngu fáanlegar í Duty Free versluninni inní í Leifstöð. Þið sem eruð á leiðinni þar í gegn og eruð aðdáendur Lancome þá er um að gera að nýta tækifærið og poppa aðeins uppá snyrtibudduna með einstökum förðunarvörum frá þessum mikla listamanni. Auk upprunalega Hypnose maskarans eru fáanlegir – Hypnose Drama, Hypnose Star og Hypnose Doll Eyes.

Einnig eru fáanlegir stakir augnskuggar og augnskuggapallettur í umbúðunum hans Albers. Ég fékk þessa í miðjunni að gjöf – Hypnose Drama Eyes. Æðislega fallegir litir og góðir augnskuggar sem ég þarf að sýna ykkur sem fyrst.

Allar þessar vörur eru að sjálfsögðu fáanlegar á öðrum sölustöðum Lancome í klassísku svörtu umbúðunum.

EH

Fjólublár maskari

Skrifa Innlegg