fbpx

50 Shades of Grey frá OPI

Ég Mæli MeðneglurNýjungar í SnyrtivöruheiminumOPITrend

Ég veit ekki með ykkur en ég viðurkenni það fúslega að mig langar mikið að sjá Fifty Shades of Grey sem er væntanleg í kvikmyndahús á næstunni. Ég hef reyndar ekki lesið bækurnar þó svo að ég hafi fengið þær gefins þegar þær komu út fyrir nokkru síðan – ég fékk þær reyndar á íslensku og fékk dáldið mikla klíju þegar ég ætlaði að reyna að lesa þær svo ég ákvað að bíða bara eftir myndinni :D

Í tilefni komu myndarinnar sendir naglalakkamerkið OPI frá sér línu með 6 nýjum lökkum og sækja sér innblástur til kvikmyndarinnar fyrir lökkin.

FSOG

Hér sjáið þið Fifty Shades of Grey frá OPI…

 

OPI-50-SHADES-OF-GREY-COLLECTION

Línan finnst mér í heild virkilega vel heppnuð og ég sem hef alltaf verið mikill aðdáandi gráa litarins – ef lit skyldi kalla – er í skýjunum yfir þessum viðbótum í litaflóru naglalakkasafnsins míns! Þessir þrír gráu heillita tónar sem eru í línunni finnst mér hver öðrum fallegri.

50grey

Lökkin verða fáanleg í stórum glösum eins og ávalt en svo verða þau öll í mini setti líka – ég fékk mini settið til að prófa og sýna ykkur ;)

50grey6

Shine for Me
OPI hefur verið mjög dugleg að vera með svona metal silfurlökk undanfarið. Silfur er einn af trendlitum sumarsins og því tilvalið að næla sér í flott lakk fyrir árstíðina sem kemur vonandi fyrr en síðar. Þessi litur er reyndar heldur þunnur og ég hefði þurft þriðju umferðina á sumar neglurnar – reyndar getur það líka verið af því pensillinn í mini lökkunum tekur ekki jafn mikinn lit í sig og þau stóru svo mér finnst ég stundum þurfa fleiri umferðir með þessum litlu. Liturinn minnir mig óneitanlega á Coke Light litinn úr Coca Cola línu merkisins og mér finnst svona metal neglur alltaf voða skemmtilegar og poppa uppá einfalt dress – hinn fullkomni fylgihlutur!

50grey5

Dark Side of the Moon
Mér finnst þessi litur virkilega flottur – hann virðist dekkri en hann er í raun og liturinn er svona svargrár. Ég er að meta áferðina á litnum í botn en hún er mjög mjúk og einhvern vegin svona dökk týpa af pasteláferð ef þið skiljið hvað ég er að fara. Ég fékk mér þennan líka í stóru glasi. Ég hef allaf verið hrifin af svörtum nöglum og þessi er skemmtilegur þegar ég vil aðeins breyta til – svo passar hann við allt.

50grey7

Romantically Involved
Auðvitað er einn rauður litur í línunni – það verður að vera smá rómans og liturinn er mjög vel heppnaður. Liturinn er þéttari en margir aðrir í línunni. Flestir litirnir eru mjög þunnir í fyrstu umferð og þéttast svo alveg í næstu umferð – þessi var ólíkur að því leitinu til að liturinn náði nánast fullri þekju eftir eina umferð og glansinn skemmir ekki fyrir.

50grey4

Embrace the Grey
Þessi litur kom mér skemmitlega á óvart. Reyndar er hann heldur þunnur á köflum og hér hefði ég þurft að setja þriðju umferðina yfir. Reyndar er ég ekki með undirlakk svo mögulega hefði það hjálpað til við að halda áferðinni jafnri. Mér fannst ekki mikill munur á þessum lit og ljósgráa litnum en svo þegar ég setti hann á neglurnar varð ég samstundis skotin – þessi er svona ekta grár og gefur smá pönkað lúkk á neglurnar. Hann er ábyggilega sérstaklega flottur þegar maður er komin með sólkyssta húð.

50grey2

Shine for Me
Glimmeryfirlakkið í línunni olli mér smá vonbrigðum einfaldlega vegna þess að það leit út fyrir að vera þéttara. Ég þurfti að setja þrjár umferðir af því til að fá þessa áferð og mér fannst ég eiga smá erfitt með að fá jafna áferð á það – það er reyndar af því ég er með mini sett lakk og mér finnst ég stundum ekki ná að stjórna litlu burstunum nógu vel. En lakkið er engu að síður skemmtilegt og poppar uppá einföldu gráu litina og ég fýla bláu agnirnar sem eru í því – þær fönguðu mína athygli strax. En ég er staðráðin í að gefa því annan séns og jafnvel fá mér það í stærra glasi því það er mjög fallegt.

50grey3

 Cement the Deal
Að lokum þá sjáið þið litinn sem mér finnst langflottastur. Þennan valdi ég mér líka í stóru glasi og ég er búin að vera með hann á hverjum degi síðan ég fékk lökkin fyrst. Ég er búin að sitja á þeim í smá tíma og bíða eftir því að geta skrifað um þau þar til þau væru komin í verslanir – þessi litur er must have af öllum þessum 6 litum. Þessi grái tónn er sannarlega tímalaus, glæsilegur og passar við allt!

Þessi hrikalega flotta lína mætir á sölustaði OPI í dag – ég efast ekki um að mini settin verði fljót að fara eins og ávalt svo ég hvet ykkur sem langar í það til að koma ykkur sem fyrst á staðinn og skarta svo fallega gráum nöglum á sýningu myndarinnar!

Facebooksíða OPI á Íslandi.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

#smearforsmear - strokan er lítið mál!

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Ásta Hermannsdóttir

    3. February 2015

    Hvar fæst þetta dásamlega mini-sett?