Ég dýrka Dior naglalökkin – sérstaklega burstann. Að mínu mati eru Dior naglalökkin með langbesta burstanum en fullyrðingin um að það þurfi bara eina stroku til að þekja heila nögl stenst alltaf!
Nýlega komu alveg ný lökk í Dior standana á Íslandi og samtals eru til 21 mismunandi litur af þeim – nokkrir gamlir og góðir sem eru klassískir og svo alveg nýjir. Hér sjáið þið tvo af nýju litunum…
Ruban nr 268
Ótrúlega fallegur litur sem er með smá sanseraðri áferð. Ég er með tvær umferðir á nöglunum mínum og mér finnst þær fá bara mjög heilbrigðan lit. Jafnvel er nóg að setja bara eina umferð og þá gefið þið nöglunum fallegan og náttúrulegan lit.
Mirage 338
Þessi er dáldið töffaralegur og fullkominn þegar maður er í öllu svörtu til að poppa uppá heildarlúkkið. Ég sé fyrir mér að þessi smellpassi við uppáhalds Dior varalitinn minn Mysterious Mauve – meira um hann HÉR.
Dior lökkin endast mjög vel og þau gefa ótrúlega flottan og mikinn glans sem sést vel á neðri myndinni. Stundum finnst mér þau virka alveg eins og gel naglalökk – þéttleikinn á litnum er svo mikill. Formúla naglalakkanna hefur líka verið betrumbætt í nýju lökkunum svo nú minna þau enn meira á gellökk en á heimasíðu Dior segir einmitt að þér eigi að líða eins og þú hafir farið í neglur á snyrtistofu þegar þú ert með þau.
Ég sanka að mér Dior naglalökkunum vegna ótrúlega góðrar reynslu af þeim – ég er alveg til í að splæsa í dýrari naglalökk inná milli þegar ég veit að gæðin fylgja. Einn af nýju litunum frá Dior er efst á naglalakka óskalistanum mínum en það er þessi hér…
Liturinn Trianon nr 306 – það voru einmitt að hefjast Tax Free dagar í Hagkaupum í dag góð afsökun til að splæsa í nýtt lakk í safnið ;)
Seinna í dag segi ég svo frá á síðunni því hvernig þið getið átt kost á að vinna falleg sólgleraugu frá Dolce & Gabbana – fylgist með!!!
EH
Skrifa Innlegg