Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað síðustu dagar hafa einkennst af miklu stressi. Blaðið átti upphaflega að koma út í síðustu viku en veikindi allrar fjölskyldunnar komu í veg fyrir að það væri hægt að gera það. Í nótt kom 2. tbl Reykjavík Makeup Journal út – 126 síður stútfullar af efni. Því miður var ein umfjöllun sem ekki komst fyrir í blaðinu en ég mun birta hana hér á síðunni í staðin en það var ítarleg umfjöllun um sjálfbrúnku.
Ég er hrikalega sátt með blaðið og þá sérstaklega myndaþáttinn enn ég fékk Hagkaup í lið með mér við gerð hans. Við Aldís Pálsdóttir ljósmyndari og Anna Þóra fyrirsæta hjá Eskimo eyddum heilum degi í Hagkaup Smáralind þar sem við gerðum 7 mismunandi hátíðarfarðanir og sýnikennslur fyrir þær allar! Þetta var langur dagur sem fór líka í smá stress um hvort að jakkinn sem átti að vera á forsíðu blaðsins myndi rata til okkar áður en að dagurinn væri liðinn. Þessi glæsilegi pallíettujakki sem er frá Selected náði til okkar tæka tíð um klukkan 6 ef ég man rétt og þá var forsíðan klár. Einnig fékk ég afnot af ljósmyndara Hagkaupa honum Binna sem tók allar jólagjafahugmyndirnar. Ég eyddi mörgum klukkutímum í Hagkaup Holtagörðum og stúdíóinu hans við að velja vörur, flokka þær saman og stilla svo upp. Ég labbaði útúr Hagkaupum með snyrtivörur fyrir rúma milljón…!
Í blaðinu finnið þið sjö sýnikennslur fyrir hátíðarfarðanir frá jafnmörgum snyrtivörumerkjum. Ég reyndi að fanga einkenni hvers snyrtivörumerkis í förðununum og ég er mjög ánægð með útkomuna. Í blaðinu finnið þið líka fullt af viðtölum – meðal annars er skyggnst í snyrtibudduna hennar Karenar Lindar sambloggara míns á Trendnet. Svo eru umfjallanir um rauða varaliti, eyelinera, krullujárn primer-a og svo margt margt fleira.
Blaðið finnið þið hér – reykjavikmakeupjournal.is
Hér sjáið þið brot af því sem er í boði….
Góða skemmtun við lesturinn – athugið að þið gætuð þurft að taka ykkur smá pásu þetta eru dáldið margar blaðsíður;)
EH
Skrifa Innlegg