fbpx

Heima hjá mér

Fyrir HeimiliðJólagjafahugmyndir

Ég hef alltaf verið mikill safnari í mér. Þegar ég var lítil safnaði ég alls kyns gersemum sem ég fann í kringum mig hvort sem það var úti eða inni (eða rafmagnsreikningur nágrannans). Ég kom hlutunum vandlega fyrir inní herberginu mínu og suma faldi ég t.d. undir koddanum mínum. Ég var dáldið eins og krumminn þarna á tímabili nema það að það skipti engu máli hvort hlutirnir glitruðu eða ekki. Ég var dáldið bara að eiga allt.

Þó ég sé nú hætt að fela hlutina mína þá er ég langt frá því hætt að vera safnari ég elska að eignast fallega hluti hvort sem það er fyrir mig eða heimilið. Ein af mínum uppáhalds verslunum er Hrím á Laugaveginum. Ég fer svo oft þangað inn að stundum líður mér eins og ég sé að stalka búðina og vörurnar í henni. Ég er alltaf með á hreinu hvað er nýtt inní búðinni og ég fer svo oft með eitthvað í poka heim. Reyndar er ég aðeins farin að nota þá hluti sem gjafir – sem er mikil framför frá því að planta alltaf öllu einhvers staðar heima.

Um daginn tók ég líka með mér poka – hann innihélt ýmislegt mikið voru jólagjafir og dásamlegir jólapakkamerkimiðar og svo teppi. Ekki bara hvaða teppi sem er heldur teppi sem ég er búin að slefa yfir í ábyggilega 2 ár núna. Það er Ratzer ullarteppið. Ég hef dáðst af því í fjarska alltof lengi og skýlt mér á bakvið það að ég sé með svo mikinn valkvíða yfir því hvaða lit ég eigi að fá mér. Satt best að segja veit ég ekki alveg afhverju það er ekki lengra síðan ég eignaðist það ég vissi alla vega uppá hár hvaða lit ég vildi – ljós gráan. Ég sá fyrir mér að hann færi ótrúlega vel í bleika ruggustólnum mínum við blágræna NotKnot púðann minn. hrim10

hrim11

Kemur þetta ekki bara ágætlega út hjá mér:)

Frá því ég fékk það er ég búin að hjúfra því utan yfir mig meðan ég sit yfir tölvunni og set upp næsta Reykjavík Makeup Journal (sem er alveg að verða tilbúið!). Það er svo hlýtt og gott fyrir svona kuldaskræfu eins og mig. Teppið er ótrúlega þétt og ég finn alveg að þetta er hlutur sem ég mun eiga um ókomna tíð. Ég held líka að ákvörðunin um litinn hafi verið góð því þetta er basic litur sem fer með svo mörgu….

a619fe2c5586754f99b66f8d0e091e60 ed2952954c5805d9aac7af1cc12e25e7 e7ff96d88d270ce94c63bfe4d7f419e9 28aa4f20682ff51723f0350356c21257 d85991360666b2f1f6d126bd422f98be

Teppið er til í alls konar litum og ég fékk að smella af nokkrum myndum inní uppáhalds Hrím af þeim, reyndar fleirum líka sem ég sýni ykkur innan skamms. En nú kannski skiljið þið afhverju ég skýldi mig á bakvið það að ég væri með valkvíða….hrim8

hrim5 hrim3 hrim

Teppið er frábær hugmynd að jólagjöf – en ég bara kann ekki að bíða eftir neinu. Ég fékk mikið af kvörtunum í kringum afmælið mitt að það væri svo erfitt að gefa mér gjafir af því ég fengi mér allt sem mig langaði í. En fjölskyldan mín og vinir þekkja mig vel og flestir pakkarnir voru úr Hrím  – ég ætti jafnvel að koma umm svona gjafalista í búðinni í kringum afmælið mitt og jólin :)

En Ratzer teppin eru dönsk ullarteppi eftir hönnuðinn Tinu Ratzer. HÉR getið þið séð alla litina sem eru í boði, séð verðið á teppinu og jafnvel keypt ykkur eitt ef þið eruð ekki stödd nálægt bænum. Teppin nefnast Twist a Twill.

Ég mæli með því að hjúfra sig inní gott ullarteppi með kaffi- eða kakóbolla og horfa á fallega jólasnjóinn útum gluggan sem er búinn að vera að falla frá himnum síðustu daga. Þessu mæli ég með eftir að þið eruð komin úr bæjarleiðangri í kvöld – en í dag hefjast löngu opnunartímarnir – miðbærinn, Kringlan og Smáralind – allt opið til 22:00!

EH

Preview - Dömudeild JÖR opnar á morgun

Skrifa Innlegg