fbpx

1/3 flétta

HárLífið Mitt

Ég er þessa dagana alltaf að reyna að leggja aðeins meira á mig til að vera ekki alltaf með eins hár. Það rann upp fyrir mér um daginn að hárið á mér er bara orðið alveg svakalega sítt. Mér líður eins og það að þegar ég verð ólétt taki það bara einhvern svakalegan vaxtakipp því þegar ég gekk með Tinna Snæ þá síkkaði það rosalega mikið, í fyrsta sinn síðan ég var bara lítil var ég komin með hár niður á rass – mér sýnist það stefna í það sama hjá mér. Eins og ég hef oft sagt frá þá finnst mér mjög gaman að hafa hárið niðri en ég þoli alls ekki að hafa það í andlitinu svo ég set það alltaf upp sérstaklega þegar ég er að vinna. En nú þegar hárið er svona sítt og flott finnst mér gaman að sýna það og leyfa því aðeins að fá að flaxa um í vindinum. Taglið hefur komið sterkt inn hjá mér síðustu vikur eins og ég hef sýnt ykkur en ég prófaði smá nýtt um daginn sem mig langaði að sýna ykkur.

1/3 fléttan er fín fyrir mig, ég set öfuga fasta fléttu í efri hluta hársins til að tryggja að ekkert liggi í andlitinu og svo af því ég nenni ekki alveg að flétta allt hárið ég fæ bara verk í hendurnar þetta er svo mikið svo ég skell bara teygju í hárið neðst við hausinn.

hálfflétta4hálfflétta2 copyhálfflétta3

 

Ég hef dáldið gaman af þessari greiðslu, mér líður eins og ég hafi gefið mér smá tíma til að taka mig til og sett smá hugsun í útlitið sem er samt eiginlega ekki satt því þetta tekur enga stund. Kannski er þetta smá stelpulegt en mér finnst ekkert að því að vera þá með greiðslu sem heldur mér aðeins ungri svona áður en ég eignast unga númer tvö.

EH

Fullkomnir sumarfætur með Clarisonic!

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Fjóla

    2. June 2015

    Elska þessa fléttu! Ég á dóttir með mjög sítt hár og geri þetta oft og iðulega í hana :) Þetta er líka bara eitthvað svo smart! :)