fbpx

Fullkomnir sumarfætur með Clarisonic!

Ég Mæli MeðLífið MittReykjavík Makeup JournalSnyrtivörur

Mig langaði að segja ykkur aðeins betur frá nýjasta fjölskyldumeðliminum hjá Clarisonic – það er Pedi burstinn. Þetta er bursti sem er hugsaður fyrir fæturnar – tilvalinn fyrir þær sem vilja getað dekrað við fæturnar allan ársins hring heima hjá sér. Ég er búin að vera að nota þennan núna í smá tíma og sem mikill aðdáandi Clarisonic varð ég ekki fyrir vonbrigðum með þennan bursta.

sumarfætur6

Með burstanum fylgja tveir mismunandi burstahausar, einn sem slípir hörð svæði og svo grófur bursti sem skrúbbar fæturna vel. Svo fylgir skrúbbur með burstanum, fótáburður og næringarríkt fótaserum ef svo má kalla það.

Meðferðin hefst með því að nota skrúbbhausinn með fótaskrúbbnum. Ég set skrúbbinn bara beint í burstahausinn sjálfan, bleyti smá og kveiki svo á burstanum. Eins og með önnur Clarisonic tæki þá eru þetta allt hleðslugræjur sem eru vatnsheldar svo það má alveg gera þetta í sturtunni – alla vega skrúbbunina en ekki slípunina. Allt er tímastillt og græjan skynjar hvaða burstahaus er fastur á sér hverju sinni og stillir tímann í takt við það – en svo er hægt að hafa smá áhrif á hraðann en sjálfri finnst mér best að vera bara með venjulega hraðann. Svo nudda ég skrúbbnum bara yfir fæturna með léttum hreyfingum og helst svona hringlaga hreyfingum og nota svo fótaáburðinn.

Svo 1-2 í viku, fyrst gerði ég það 2 í viku nú geri ég þetta bara 1 sinni í viku, þá tek ég fram slíparann sem er á burstanum hér fyrir ofan. Hann nota ég beint á hörðu svæði fótanna sem eru hjá mér á ilinni, hælunum og áðeins á hliðnni á stóru tá – skil það ekki alveg en… Aftur þá skynjar græjan hvaða burstahaus er fastur á sér og stillir tímann í takt við það. Það er sérstaklega mælt með því að taka fyrir eitt svæði í einu og nýta þá allan tímann í hverri umferð á það svæði en það fer auðvitað eftir ástandi fótanna. Passið að fæturnir eiga að vera þurrir á meðan þið slípið þá. Svo skrúbbið þið eins og ég lýsti hér fyrir ofan. Þegar það er svo búið og þið búnar að þurrka fæturnar notið þið serumið sem er sjúklega flott vara og ég er mjög hrifin, serumið djúpnærir fæturnar og kælir þá einhvern vegin líka. Svo eftir þrjár mínútur þegar serumið er komið vel inní húðina þá ber ég á þá fótaáburðinn.

sumarfætur2

Ég var svo hrifin af burstanum sjálfum að mér fannst ég þurfa að gera honum sérstaklega góð skil í nýjasta tölublaði Reykjavík Makeup Journal svo þar finnið þið útaf því uppskrift af heimadekri fyrir fullkomna sumarfætur. Allt snýst það þó um að byrja á því að nota þennan æðislega bursta til að gera fæturna áferðafallega, slétta og vel nærða!

Hér sjáið þið svo skrúbbhausinn á burstanum en eins og ég segi hér að ofan þá er mælt með því að nota skrúbbinn með skrúbbburstanum á hverjum degi og svo slípa eftir þörfum kannski svona 1-2 í viku eftir ástandi fótanna.

sumarfætur

Með hjálp burstanna náið þið að hjálpa húðinni á fótunum að endurnýja sig, þið hjálpið henni að losa sig við dauðar húðfrumur, sléttið yfirborð þeirra og mýkið og eruð sannarlega tilbúnar fyrir sumarið.

Nú standa yfir Clarisonic dagar í Hagkaup en græjurnar fást í Hagkaup Kringlu, Smáralind og á Akureyri. Með hverju seldu tæki fylgir glæsilegur kaupauki frá Helenu Rubinstein – æðislegar hreinsivörur fyrir húðina sem þið þurfið endilega á kíkja á. Svo er um að gera að kippa með sér einu eintaki af Reykjavík Makeup Journal og lesa sér til um hvernig á að nota græjuna – en það er í raun mjög einfalt þó það hljómi eflaust flókið svona fyrst.

Fæturnir verða fullkomnir fyrir sandalana í sumar með Clarisonic – og smá auka að nota þennan er dásamlegt eftir langan dag, smá fótanudd er nú ekki amalegt fyrir mig óléttu konuna sem er alltaf illt í fótunum ;)

EH

Vörurna sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Andlit Estée Lauder

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Lrk

  31. May 2015

  Veistu hvort að það sé hægt að kaupa bara byrstann og setja á miu-græju

 2. Unnur

  31. May 2015

  Er hægt að nota þessa burstahausa á Mia 2 burstann eða bara þessa dýrari?

  • Nei það er ekki hægt því miður… það eru svo sérhæfðar stillingar fyrir hvern burstahaus svo um leið og það kemur nýr eins og þessi þá færðu aldrei sömu virkni úr hausunum eins og ef þú átt aðalgræjuna fyrir þann burstahaus.