Gleðilega hátíð! Nú má svo sannarlega taka allt skrautið fram og njóta fallegrar jólatónlistar og ég ætla mér í dag að baka smákökur og taka upp jólaskraut og halda mig inni í rokinu að undanskilinni einni afmælisveislu sem við stefnum á að fara í ef veðurofsinn verður ekki í fullum krafti þá. En þar sem ég veit ekkert betra en að gefa og gleðja aðra þá ætla ég að vera með extra veglegan gjafaleik á hverjum sunnudegi fram til jóla. Vinningarnir verða ekki bara snyrtivörutengdir en líka fyrir fataskápinn og fyrir smáfólkið okkar.
En fyrsti vinningurinn er snyrtivörutengdur og er rfá Max Factor hér á Íslandi en þau ætla að vera svo ótrúlega gjafmild og gefa 10 lesendum nýja maskarann sinn – Masterpiece Transform!
Þessi skemmtilegi og stórfurðulegi maskari er einn af þessum sem sanna það að því furðulegri sem greiðan á maskaranum er því betri er maskarinn. Ég er búin að nota þennan heilmikið og ég elska hve mikið hann gerir úr mínum augnhárum án þess að öll augnhárin klessist saman.
Formúlan er sérstaklega þykk og hún gerir aunghárn þykkari og þéttari og með hjálp greiðunnar lyftir maskarinn augnhárunum upp frá augunum svo þau fá að njóta sín betur. En vegna lögunar burstans kemst maður alveg uppvið rót augnháranna svo hann raunverulega þekur augnhárin með formúlu alveg frá rót og út að toppnum. Maskarinn klessist ekki, hrynur ekki og smitast lítið sem ekkert.
Á myndunum sem þið sjáið hér er ég bara með eina umferð af maskaranum – mér fannst það bara meira en nóg svona dags daglega!
Mér finnst þessi maskari gefa augunum dáldið svona doll eyes lúkk og hann er sérstaklega þægilegur til að nota á neðri augnhárin og kemur ótrúlega vel út þar. Hann kom mér svo sannarlega í opna skjöldu og eftir fyrstu notkun vissi ég að þetta væri maskari sem myndi fara beint á topp 10 listann minn og annarra. Svo í tilefni 1. í aðventu langar mig og Max Factor á Íslandi að gleðja 10 heppnar dömur með Masterpiece Transform maskaranum.
Það sem þið þurfið að gera er að…
1. Smella á like á Facebook síðu MAX FACTOR Á ÍSLANDI
2. Segja frá smákökusortinni sem er ómissandi í jólabakstrinum hjá ykkur í athugasemd við þessa færslu, undir nafni.
3. og að lokum deilið þessar færslu endilega:)
Ég dreg svo úr öllum svörum af handahófi á þriðjudaginn!
Njótið dagsins og gleðilega hátíð.
EH
Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.
Skrifa Innlegg