fbpx

Pattra S.

EINN DAGUR Í HÖRPU

Inspiration of the dayMy closetTraveling

Ég náði loksins manninum inn í Hörpuna nú á dögum en þetta var hans fyrsta heimsókn í tónlistarhúsið fagra.
Þrátt fyrir allt þá finnst mér þessi bygging alveg einstaklega falleg og alltaf gaman að koma þar inn, sérstaklega þegar sólin skín. Við vorum svo heppin að fá dýrindis veður einmitt þennan daginn og útsýnið skartaði því sínu fegursta.

IMG_5218IMG_5179IMG_5176IMG_5187IMG_5177IMG_5167IMG_5166IMG_5175IMG_5199Processed with VSCOcam with s3 preset

Elmar klæddist sinni síðsumars uppáhalds blómaskyrtu frá Weekday & Samsoe Samsoe peysu.
ÉG // Frakki – H&M / Gallabuxur&Bolur – Monki / Skór&Sólgleraugu – Topshop / Taska – Louis Vuitton 

..

A day well spent at Harpa concert hall whilst in Reykjavík and what a beauty she is! Stunning architecture which shines thru the best on a bright sunny day, literally. The view is also at it best on a beautiful day like this one.

PATTRA

PARÍS / RANDERS / REYKJAVÍK

DESIGNInspiration of the dayMy closet

 Ég bara held áfram að vera á ferð & flugi en nú er ég mætt á eyjuna okkar fögru sem er ávallt ánægjulegt. Í tilefni að ég hef verið á miklu flakki undanfarið ákvað ég að taka saman þrjú outfit í þremur mismunandi borgum upp á gamanið..

SONY DSC

 PARIS 21/08/’14  Jakki – Sandro / Toppur – Designers Remix / Buxur – Tally Weijl/ Skór – JC / Taska – Vintage Furla

IMG_4822

 RANDERS 26/08/’14  Kjóll – Monki / Peysa – Second Hand / Taska Louis Vuitton

IMG_5034

 REYKJAVÍK 03/09/’14  Frakki – ZARA / Skyrta – Sandro / Buxur&Hattur H&M / Taska – Mulberry 

Ef ég yrði að velja mér uppáhalds lúkk þá yrði það sennilega nr.2, samt eiginlega bara vegna þess að ég klæddist því á afmælisdeginum mínum. Hvert þeirra eruð þið að fíla?

Annars er búið að spá sól í RVK á morgun, ég krossa fingur fyrir okkur eftir úrhelli dagsins!

..

3 looks in 3 cities!

PATTRA

AFMÆLISFERÐ TIL PARÍSAR

Inspiration of the dayMy closetTraveling

 Kjóll Weekday / Skór ZARA / Taska Karl Lagerfeld / Sólgleraugu Topshop

SONY DSC

 Ég átti magnifique helgi í sólríka París en maðurinn minn bauð mér þangað í tilefni afmælisins míns, sem er einmitt í dag. Það er svo sannarlega forréttindi að eldast og ég er þakklát fyrir að fá að gera það umkringd góðu fólki. Dagurinn minn er búinn að vera dásamlegur með dekri frá ástmanninum, vinum & nágrönnum og á svona stundum verður maður extra þakklátur og væmin. Reyndar er klukkan eftir miðnætti hér í DK og ég er því ekki lengur afmælisdama en mun klárlega sofna með bros á vör!

Þetta var annars mín fyrsta heimsókn til Parísar og það kemur kanski ekki á óvart en ég varð yfir mig hrifin af borginni. Tók auðvitað nóg af myndum en ég er nátturulega búin að standa mig hrikalega í því að deila ferðamyndunum mínum, verð að bæta úr því. Þetta var svo sannarlega ferðasumarið mikla, fátt skemmtilegra en að fá að ferðast og sjá heiminn.

Bless í bili xX

..

My other half took me to Paris for the weekend, a pre-birthday present which is today actually HURRAY. Getting old is a privileged and I’m feel so lucky to get the chance to do that around good people. Had a wonderful day getting spoiled rotten by my love, friends & neighbors and couldn’t be more grateful!

Je t’aime Pariiiis

PATTRA

UPPÁHALDS HVÍTAR SKYRTUR

DESIGNMy closet

Ef það er einhver flík sem er ómissandi í fataskáp allra(konur&karla) þá hlýtur það að vera hvít skyrta, sammála?

IMG_1126IMG_7745Processed with VSCOcam with c3 presetSONY DSCSONY DSC

Hér á myndunum eru nokkrar uppáhalds sem eiga það sameiginlegt að skarta skemmtilegu&öðruvísi details. Í sumar hefur Sandro skyrtan með blúndunni verið í miklu eftirlæti en það er auðvelt að dressa hana upp og niður, alltaf gaman að því. Ef í vafa klæðist þá hvítum skyrtum gott fólk!

..

If there is any garment that is a must have for both ladies&gents it’s a crisp white shirt, right? I’ve a couple with fun&different details and the one from Sandro has been a favorite this summer, love how easy it is to dress is up and down. When in doubts wear white shirts folks!

PATTRA

TIL HAMINGJU KARITAS BJÖRT

Inspiration of the day

Screen Shot 2014-08-14 at 9.32.08 PMScreen Shot 2014-08-14 at 9.18.19 PM

Til hamingju með 10.000 kr gjafabréfið frá NTC Karitas Björt og takk fyrir að lesa TRENDNET -Það borgar sig! Mér fannst þetta komment skemmtilegt og ítarlegt, reyndar fannst mér óhemju gaman að lesa yfir hvert einasta og fá svona aðeins að ”kynnast” ykkur. Alltaf ánægjulegt að heyra í ykkur hljóðið!

Vinsamlegast hafðu samband á trendnet@trendnet.is til þess að nálgast gjafabréfið sem þú vonandi nýtir þér upp í draumajakkann.

PATTRA

NÆLDU ÞÉR Í GJAFABRÉF FRÁ NTC

Góða kvöldið kæru lesendur, þá er heldur betur komið að mér að gleðja ykkur í tilefni afmælisins okkar hér á TRENDNET. Takk kærlega fyrir árin tvö, ég segi þessa setningu ansi oft en hvert fer eiginlega tíminn?!

SONY DSC

Ég ætla að gefa einum heppnum lesanda 10.000 kr gjafabréf frá NTC en það verður ekki erfitt að finna sér eitthvað fallegt í þessum flottu verslunum sem NTC hefur upp á að bjóða. Á myndinni klæðist ég hælum frá SixtySeven sem ég keypti í GS skóm  í fyrra en þetta eru með þeim þægilegri hælum sem ég hef átt. Það er býsna gott úrval af fatamerkjum og skóm hjá fyrirtækinu, það ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Ef þú vilt næla þér í gjafabréfið þarftu bara að kvitta hér undir, jafnvel segja mér frá þínu uppáhalds merki sem fæst hjá NTC en sjálf er ég mjög hrifin af dönsku merkjunum By Malene Birger, Geztus, Just Female og Samsøe & Samsøe. Ég mun síðan draga úr athugasemdunum annað kvöld. Gleðilegt afmæli og þúsund þakkir fyrir ykkar heimsóknir!

PATTRA

 

GÓMSÆTT MILLIMÁL

a la Pattra

IMG_0944 IMG_0951

Uppáhalds millimál eða morgunmatur þessa stundina, einfalt en ótrúlega gott… Egg & Avocado brauð með skvettu af ólífuolíu, hafsalt og chilí flögur ofan á en avocado og egg er snilldar combó með meiru. Ég geri þennan rétt í ýmsum úrfærslum en hér byrjaði ég á því að búa mér til eggjabrauð eins og við lærðum í heimilisfræði í denn, mjög fljótlegt og gómsætt, hvet ykkur til þess að prófa!

..

Current obsession these days.. Egg & Avocado with a drizzle of olive oil, sea salt and chili -delish!
Perfect for breakfast or snack.

PATTRA

ÍTÖLSK DAMA

Inspiration of the dayMy closetTraveling

 Það er rúmlega vika síðan ég kom heim úr ítalska ævintýrinu og ég get sagt það með vissu að Sardinía er algjör paradís. Það gerðist eitt afar ”skemmtilegt” daginn eftir að ég kom heim en ég sat í makindum mínum yfir tölvunni með heitt kaffi við hönd og náði á svo asnalegan hátt að hella yfir Mac-ann minn. JÁ þvílíka stuðið sem það var og panikkið sem kom í kjölfarið. Ég fór að ráðum internetsins og slökkti á tölvunni í nokkra daga en það er sem sagt mælt með 72 klst eða lengur. Blessunarlega lifði hún þetta af en svona líka naumlega, gerir ekkert til þó að hún sé sljó og úrill -ég og tæki!!

SONY DSC

 Keypti nýlega þessa kjóla/blússu í WEEKDAYsem passaði fullkomlega fyrir ferðalagið.

Ég mun svo taka saman nokkra góða punkta frá Sardiníu þó að ferðin hafi nú verið í styttri kanntinum og aðeins brota brot af eyjunni verið könnuð. Það ættu bara helst allir að setja þennan áfangastað á bucket listann sinn, ég get svo svarið það!

..

Got back from Sardinia little over a week ago but had an incident with my Mac-Book(spilled coffee over it, stupid me!!) so I had to turn it off for couple of days but luckily it made it, barely though. What can I say about this paradise island ??! Just GO there.

Recently bought this blouse/dress in WEEKDAY and it was a perfect travel piece. Some more of Sardinia on the way!

PATTRA

HELGARFERÐ TIL..

IMG_9084IMG_9088

 Þá er ofvirki ferðalanginn farinn til Sardíníu yfir helgina, ætti nú að vera farin af stað en sit í staðinn hér og skrifa. Ég og Julia vinkona/nágranni bókuðum spontant núna í vikunni og fengum ferðina á spottprís, maður lifir nú eftir allt saman bara einu sinni! Góða helgi gott fólk og sjáumst aftur á mánudaginn.

..

I’m off to Sardinia with my friend and neighbor, the first time for both of us on this Italian paradise Island! Hope y’all have a wonderful weekend and see you again on sunday.

xx

PATTRA

FÍNT Í WEEKDAY

Inspiration of the dayNew closet member

0231307005_5_00239089001_5_00211003001_5_00227060002_5_00225162001_5_00222373001_5_00237355001_5_00227276002_5_0

Ég átti leið framhjá Weekday í Árósum í dag og neyddist auðvitað til þess að kíkja aðeins inn en þessi verslun er ein af mínum uppáhalds. Það er alltaf smá hættulegt að fara þangað inn en eins og allar búðir þá koma tímabil sem er flottari en önnur og núna þegar útsölurnar eru að klárast hrannast inn nýjar og girnilegar flíkur. Búðin var einstaklega fín og sumarleg í dag en Weekday tekst alltaf að hanna basic flíkur með smá ”twisti” á góðu verði sem kallar á mann. Ég nældi mér í pilsið á síðustu mynd og kjóla/blússa sem ég finn ekki mynd af en ég mæli eindregið með að þið heimsækið Weekday ef þið eruð á leiðinni á meginlandið á næstunni!

KV- Röndóttóða.

..

Dropped by Weekday today which is one of my favorite high street store but the place was looking fab with all the new&fresh summer items coming in. It’s impressive how they are so good at designing good basics with a little twist, you always feel like you really need to have it, weird.

PATTRA