SARDINÍA

ANDREA RÖFNTRAVEL

Í framhaldi af deginum okkar Arnórs í París sem ég skrifaði um fyrir stuttu lá leið okkar til Sardiníu. Okkur langaði mikið til Ítalíu í fríinu og til að fá almennilegar ráðleggingar um góðan áfangastað heyrði ég í Ásu Regins sem veit vægast sagt mikið um landið. Hún mælti með Porto Cervo á norðausturhorni Sardiníu og við vorum svo sannarlega ekki svikin. Porto Cervo er einn fallegasti staður sem við höfum komið til og stóðu tærar strandirnar og fallegu sólarlögin upp úr.

Á einkaströnd hótelsins sem tók nokkrar mínútur að komast á með bát
Skór: Nike Mayfly Woven sem ég mæli mikið með. Þetta er annað parið sem ég á af þessari týpu sem fæst til dæmis HÉR
Eyddum einum degi í San Pantaleo en það var akkurat markaður þennan dag og mikið líf og fjör í þessu pínulitla þorpi. Kjóllinn er úr &Other Stories.       Varð að deila með ykkur uppáhalds sólarvörninni minni sem er frá Hawaiian Tropic. Ég hef notað þessa vörn í mörg ár og hún stendur alltaf fyrir sínu. Liturinn helst mjög fallega á manni, sérstaklega ef maður er duglegur að bera á sig after sun frá sama merkinu. Ég hef fengið margar spurningar um sundbolinn en hann fékk ég í Topshop og svarta sjalið er úr Filippa K Ef þið hafið einhverjar spurningar um Porto Cervo ekki hika við að heyra í mér á andrea@trendnet.is eða direct á instagram: @andrearofn

xx

Andrea Röfn

HIÐ FULLKOMNA SUMARFRÍ ?

BrúðkaupFerðalögInstagramVerona

Nú þegar enn er talsvert í sumarið og hægt að fá flugin á góðu verði má ég til með að deila með ykkur einni hugmynd. Þar sem ég mónitora öll flug frá Íslandi til Ítalíu hoppaði ég hæð mína þegar ég sá að WOW-air mun fljúga beint til Rómar í júlí og ágúst. Ég hugsaði þá með mér að vonandi myndi einhverjir nýta sér þetta tækifæri, kíkja í hámenningarlega borgarferð til Rómar og fljúga svo yfir til Sardiníu, baða sig í kristaltærum sjónum og flatmaga á ómótstæðilegu ströndunum sem þar eru að finna. Það tekur um 50 mínútur (kostar um 60-100€ síðast þegar ég gáði ) að fljúga á milli Rómar og Sardiníu og því er þetta nokkuð þægilegt ferðalag á þessar fallegustu strendur Evrópu.. og þó víðar væri leitað.

 

Þið munuð kannski eftir færslunni sem ég skrifaði um bestu strendur Ítalíu. Þar sagði ég að mig langaði að fara til Sardiníu, hoppa upp í bíl með strákunum mínum, henda handklæði, góðri bók, nesti og sundbolta í skottið og bruna af stað. Og það var ákkúrat það sem við gerðum í ágúst sl. Við gistum þó aðeins í tvær nætur (þrír dagar) en þrátt fyrir skamman tíma náðum við að sjá fimm mismunandi strendur og þær voru hver annarri fallegri. Bidderosa, Cala Mariolu, Cala Luna, Cala Biriola og Cala Fuili en allt eru þetta einstakar náttúruperlur sem fá hjartað til að taka kipp og hökuna til að síga niður í sandinn! Það sem einkennir strendurnar sem við fórum á er að þær eru sem ósnortin náttúra, mjög hreinar, sjórinn svo kriiiiiistal tær og alveg ólýsanlega fagur. Margar strendurnar er þó einungis hægt að nálgast sjóleiðis en það er mjög auðvelt að finna skipulagðar “strætóferðir” á þær. Einnig er hægt að leigja sér litla báta og flakka á milli með þeim hætti og ég held að strandarstemningin gerist bara ekki betri en það ;-)

 

sardegna_07_2012

 

Það eru þrír flugvellir á Sardiníu og það sem ég gerði var að googla eyjuna fram og til baka og valdi þannig þær strendur sem mig langaði til að sjá –  og svo þann flugvöll sem var næstur þeim. Við flugum því til Olbia ( uppi hægra megin ) og keyrðum í lítinn bæ sem heitir Cala Gonone og gistum þar. Þaðan var stutt í strendurnar og þannig nýttist hver dagur mjög vel. Einnig er flugvöllur í Cagliari ( niðri fyrir miðju ) og í Alghero ( uppi vinstra megin ). Best væri náttúrulega að keyra allan hringinn, byrja í Olbia og enda í Alghero ;-)

Hvað segið þið ? Er þetta ekki ágætis hugmynd ? Vonandi slá einhverjir til og skella sér í sólina til Sardiníu í sumar – og til Rómar, einnar fegurstu borgar heims. En eins og svo oft áður að þá ná þessar aumu símamyndir engan veginn að fanga fegurðina og því er sjón svo sannarlega sögu ríkari :-)

A R R I V E D E R C I !

MÁNUDAGSMYNDIN

J'ADORETraveling

Stundum eru misheppnaðar ljósmyndir aðeins of fyndnar til þess að eyða, þessi fyrir neðan er einmitt dæmi um slíka mynd. Hún var tekin á Sardiníu í sumar en ég var sem sagt að reyna púlla þessa klassísku ”sveifla hárinu upp úr vatni” megabeib mynd en úrkoman varð því miður eitthvað allt annað.
Þessi hefði sennilega getað fengið hlutverk í Alien VS Predator myndinni, ég er ekki frá því..

SONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSC

Hársveiflan var alls ekki að gera sig þennan daginn en ég læt fylgja nokkrar aðrar sem heppnuðust örlítið betur. Sundbolinn/kjólinn hef ég birt hér áður en hann er úr H&M -ofsa flottur en varð allur skringilegur þegar hann blotnaði, hefði átt að fatta það miðað við efnið í honum. Sjórinn á Bombarde strönd beint fyrir utan hótelið okkar var dásemdin ein eins og þið sjáið, ég hef bara svei mér þá hvergi séð tærari sjó en á Sardiníu!

..

You know how some bad photos are way too funny to delete.. ”whip my hair in water” gone bad. Gotta throw in some good ones as well but I would really love to visit Sardinia again some day, clearest ocean I’ve ever seen!

PATTRA

HELGARFERÐ TIL..

IMG_9084IMG_9088

 Þá er ofvirki ferðalanginn farinn til Sardíníu yfir helgina, ætti nú að vera farin af stað en sit í staðinn hér og skrifa. Ég og Julia vinkona/nágranni bókuðum spontant núna í vikunni og fengum ferðina á spottprís, maður lifir nú eftir allt saman bara einu sinni! Góða helgi gott fólk og sjáumst aftur á mánudaginn.

..

I’m off to Sardinia with my friend and neighbor, the first time for both of us on this Italian paradise Island! Hope y’all have a wonderful weekend and see you again on sunday.

xx

PATTRA

BESTU STRENDUR ÍTALÍU

Ferðalög

Það eru kannski einhverjir farnir að huga að og skipuleggja sumarfríið fyrir næsta sumar. Hvað er betra en að hlaða batteríin í fallegu ítölsku umhverfi, baða sig í kristaltærum sjónum og njóta alls þess besta sem Ítalía hefur uppá að bjóða. Í gamni mínu kíkti ég á TripAdvisor og skoðaði þær ítölsku strendur sem virðast standa uppúr hjá lesendum síðunnar og svo bætti ég við þeim ströndum sem vinir mínir hérna úti tala um að séu þær bestu.

2013-Travelers-Choice-Beaches-Awards-Top-25-World-Rabbit-Beach-Lampedusa-Italy-1024x677

Rabbit Beach er að finna á eyjunni Lampedusa sem tilheyrir Sikiley. Lampedusa er syðsta sólarparadís Ítalíu en hún liggur á landamærum Ítalíu og Afríku. Þessi strönd er ekki bara fræg fyrir fegurð heldur einnig sæskjaldbökur sem synda í sjónum og veita þér félagsskap á meðan þú baðar þig í spegilsléttu vatninu.

174-spiaggia_cala_luna___sardegna

Spiagga de Cala Luna – Sardinía. Þessi strönd hefur oftar en ekki verið notuð sem myndefni í bíómyndir en hún þykir mikil náttúruparadís. Það er einungis hægt að nálgast hana sjóleiðis en það eru skipulagðar ferðir frá höfninni í Cala Gonone og sömuleiðis frá ströndinni Marina di Orosei. Eitt af einkennum þessarar strandar er hversu grunn hún er og því tilvalin fyrir barnafjölskyldur. Þessi strönd þykir einnig mikil paradís fyrir þá sem elska að snorkla og skoða lífríkið neðansjávar.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

La Pelosa Beach, staðsett í Stintino á norðvesturströnd Sardiníu. Turkísblár, kristaltær sjórinn og hvítur sandurinn minnir helst á “tropical paradise” en það gerir hana eina af allra fallegustu og vinsælustu ströndum landsins.

Baunei-Cala-Goloritzè-_ESP6001

GrottaCalaMariolu1

Cala Mariolu, staðsett í höfuðborg Sardiníu, Cagliari. Hellar einkenna svæðið í kringum Cala Mariolu ströndina sem gerir landslagið einkar fallegt. Sjórinn er grunnur sem gerir manni kleift að skoða hellana og njóta umhverfisins sem best, og ekki síst fyrir börnin. Eins og Cala Luna ströndin að þá er einungis hægt að nálgast hana sjóleiðis en það eru skipulagðar ferðir frá Arbatax, Cala Gonone og Santa Maria Navarrese.

spiaggia-rosa

Á lítillri eyju úti fyrir norðausturströnd Sardiníu er að finna þessa fagurbleiku strönd, Spiaggia Rosa di Bedelli. Bleiki liturinn stafar af niðurbroti á kóröllum sem rekur uppá land og myndar þetta einstaka útlit strandarinnar.

terranera-terranera_1

Terra Nera á eyjunni Elba. Irene, ítölsk vinkona mín og eiginkona fyrrum fyrirliða Hellas benti mér á þessa strönd og segir að hana vel geymda náttúruparadís í Toskana. Á sama svæðinu er bæði að finna dásamlega strönd sem og heit jarðböð sem hægt er að baða sig í. Þeir Íslendingar sem hyggjast heimsækja Toskanahéruðin í sumar ættu endilega að skrifa þetta hjá sér.

800px-Tuaredda_beach,_Sardinia,_Italy

Spiaggia di Tuerredda, í bænum Teulada á Sardiníu. Eins og svo margar strendur á Sardiníu að þá minnir landslagið helst á strendur Karabískahafsins. Fagurblár sjórinn, hvítur sandurinn og grænn gróðurinn lætur mann langa til að flytja til Sardiníu og koma aldrei til baka !

Tropea 011Tropea, í Calabriahéraði á s-Ítalíu er mjög vinsæll áfangastaður á meðal ferðamanna, ekki af ástæðulausu. Ég hef margoft baðað mig í sjónum á þessu svæði ( enda bjó ég í Calabriu) og get með sanni sagt að þetta sé afar falleg strandlengja og það þarf líklegast ekki að nefna allan ljúffenga matinn sem er í boði.

cala-brandinchi-1Spiaggia di Capo Coda Cavallo í San Teodoro á Sardiníu. Staðurinn er betur þekktur sem Tahiti Ítalíu vegna framandi landslagsins. Hvíti mjúki sandurinn, túrkislitaði sjórinn, háu trén og viltu liljurnar gera þennan stað að sannkölluðum drauma-sumarleyfisstað.

800px-Spiaggia_di_Punta_Prosciutto-1

Spiaggia di Punta Prosciutto í Salento í Puglia héraði. Puglia er staðsett í “hælnum” á Ítalíu en allt Salento svæðið í Puglia er þekkt fyrir fallegar strendur og góðan mat. Maturinn sem kemur frá Puglia er einnig sá besti og er þetta því hinn fullkomni áfangastaður fyrir sóldýrkendur og matarunnendur.

516fbc7b1bd5c

Maldive del Salento – Puglia. Nafnið á ströndinni segir allt sem segja þarf. Herre gud ! Ég þangað !

Þetta er að sjálfsögðu bara brotabrot af þeim ströndum sem Ítalía býður uppá en þetta gæti þó verið rjóminn af því besta. Eins og þið væntanlega hafið tekið eftir að þá er Sardinía ansi spennandi kostur fyrir sumarfríið miðað við það sem við sjáum hér. Ítalir sækja mikið til Sardiníu enda strendurnar hverri annarri fallegri sem og umhverfið allt. Ég verð líka að nefna Costa Smeralda en það er víst heitasti áfangastaðurinn á meðal ríka og fræga fólksins, svona ef einhver ríkur og frægur skyldi vera að lesa.

Eftir að hafa skrifað þetta blogg myndi ég helst vilja leigja mér bíl og keyra á milli allra þessara stranda á bikiníinu með þrjú handklæði í bílnum, bók í töskunni og sundbolta fyrir strákana. Ég myndi svo hlammmmma mér í sandinn eða á vindsæng úti á sjó og ekki hreyfa mig fyrr en sólin er sest, veitingastaðirnir opnaðir og þjónarnir byrjaðir að bera fram kræsingarnar :-)

Fyrir áhugasama hef ég bloggað um tvær dásamlegar ítalskar sumarparadísir sem við heimsóttum sl. haust, hér  er Lago di Tenno og hér er Scilla, á s-Ítalíu.

.. og svo má ekki gleyma Grikklandi, sjá hér.