Í dag eru hátíðiarvarirnar af tegundinni ombre, þar sem ólíkum litum er blandað saman svo úr verði flottar varir. Oft er það þannig að dekkri liturinn er settur í kringum varirnar til að ramma þær inn og svo er ljósari litur settur í miðju varanna. Þá virðast varirnar mun stærri og þrýstnari en þær eru. Þetta lúkk minnir ef til vill dáldið á 90’s varirnar þar sem varalitablýanturinn var mjög vel sjáanlegur.
Hér nota ég samt ekki varablýant heldur tvöfaldan varalit.
Til á ná þessum hátíðarvörum þá byrjið þið á því að setja bleika litinn í kringum varirnar og aðeins inná þær. Setjið svo ljósari litinn í miðju varanna og smellið svo vörunum létt saman til að blanda litunum. HÉR sjáið þið örstutta sýnikennslu fyrir þessa tegund vara.
Þetta eru mjög skemmtilegir varalitir frá Max Factor því það er bæði hægt að nota þá saman eða í sitthvoru lagi. Svo er eiginlega hægt að nota hann á tvo vegu svona saman, bæði eins og ég sýni hér fyrir ofan en þið getið líka sett bleika litinn yfir allar varirnar og sett ljósa litinn yfir.
Ljósa litinn er ég búin að nota ótrúlega mikið hann er rosalega flottur einn og sér – þið sjáið hann einmitt HÉR.
Eru einhverjir sérstakir litir af varalitum sem ykkur langar að sjá næst – ég var að pæla í að gera eina umfjöllun með fullt af rauðum varalitum. Taka þá fyrir einhverja af varalitunum sem ég var með í umfjölluninni um rauða litinn í Reykjavík Makeup Journal.
EH
Skrifa Innlegg