fbpx

Glimmereyeliner fyrir kvöldið

EyelinerLúkkMake Up StoremakeupMakeup ArtistMakeup Tips

Glimmer og glans í kringum augun virka sem highlighter fyrir augnvæðið og það getur poppað líka aðeins uppá dökka augnförðun. Ég ákvað að taka einmitt þessa áherslu á dökka augnförðun sem ég gerði með vörum úr hátíðarlínum Make Up Store.

Það er til fullt af svona glimmereyelinerum í Make Up Store. Þeir eru fullkomnir til að poppa uppá hvaða förðun sem er sérstaklega yfir hátíðirnar og líka kannski í kvöld. Það er opið til 22 í Smáralindinni í dag þar sem verslun Make Up Store er;)

Hér sjáið þið eyelinerinn í öllu sínu valdi!

glimmer2 glimmer3 glimmer5

Þetta er virkilega einföld og fljótleg förðun ég lofa ;)

Hér sjáið þið svo linerinn sjálfan – mér fannst að hann ætti að fá smá fókus á einni mynd þar sem færslan er nú eiginlega um hann. Liturinn heitir Sparkling Brown.

glimmer7

Svo eru það hinar vörurnar sem ég notaði. Augnskuggann setti ég yfir allt augnlokið og ákvað að setja bara smokey áferð á hann. Ég lét hann deyja út þannig að hann næði rétt svo uppá augnbeinið. Liturinn heitir Volga og þetta er mattur búnn litur sem inniheldur grænbláar glimmeragnir sem gera mikið fyrir litinn að mínu mati. Varaliturinn er svo alveg mattur – sjúkur bleikur litur sem setur svona sakleysislegan blæ yfir förðunina. Liturinn er nr. 403.

glimmer6

Svo langaði mig í leiðinni að skjóta að hreinsiolíunni sem ég nefndi aðeins um daginn sem ég er að nota á húðina mína núna. Ég nota sársjaldan olíur á húðina… það er engin rökrétt ástæða fyrir því þar sem ég er með þurra húð og á alls ekki við umfram olíuframleiðsluvesen að stríða. Ég fæ bara smá klígju þegar ég set olíu á húðina – ekkert rökrétt við það. En þegar húðin skrælnar upp þá kasta ég þeirri vitleysu útum gluggann og bara kíli á þetta og maka olíu yfir húðina. Það róar líka húðina mína og ég losna við ertinginn og sviðan í henni. Hreinsiolíuna nota ég til að þrífa á mér húðina á kvöldin, til að þrífa allan farða af húðinni. Mér finnst þessi hreinsir ná bókstaflega öllu af húðinni minni og ég mæli algjörlega með honum. Svo nota ég bara létt andlitsvatn yfir húðina eftir á – venjulega frá Garnier eða Clinique.

glimmer

Olíuna þarf að hrista fyrir notkun og ég nota bara bómul til að bera hana á andlitið og hreinsa húðina. Mér finnst olían líka svo flott á litinn;)

Glimmer eyeliner er algjörlega málið. Svo á ég líka mega flottan sanseraðan, kampavínslitaðan eyeliner sem gerir nákvæmlega það sama en hentar betur þeim sem vilja þéttari lit og ekki glimmer. Þetta er skemmtileg og einföld leið til að poppa uppá augnfarðanir.

EH

Hátíðarvarir #4

Skrifa Innlegg