fbpx

Liquid Sand

Ég Mæli MeðInnblásturneglurOPI

Ég er mjög skotin í Liquid Sand naglalökkunum frá OPI. Á netvafri mínu um daginn rakst ég á skemmtilega síðu sem innihélt myndir af öllum litunum sem OPI hefur sent frá sér í þessum lökkum. Ég á nú þegar þrjá liti, einn dökkbrúnan með gylltum undirtóni, einn ljósbleikan og svo hvítan. Fyrsti liturinn er úr Oz línunni sem kom í byrjun þessa árs en seinni tveir eru úr Bond skvísu línunni. Ég er alltaf með naglalakk en stundum skortir mig ímyndunaraflið til að finna uppá einhverjum hugmyndum. Þess vegna fannst mér skemmtilegt að renna yfir þessa síðu HÉR.

Ef þið hafið ekki prófað þessi naglalökk þá eru þau með mattri sandáferð. Lökkin eru mjög skemmtileg og öðruvísi ;)

Hér sjáið þið nokkrar myndir sem ég fékk að láni frá síðunni. Henni er greinilega haldið úti að OPI fyrirtækinu því allar myndirnar eru vel merktar. En í staðin þá eru allar myndirnar mjög flottar og allt litaúrvalið sem er í boði er inná síðunni.

Það eina sem mér fannst vesen við að vera með Liquid Sand nagalakk var að taka það af… það tekur alveg sinn tíma ég lýg engu með það. En inná síðunni rakst ég einmitt á leiðbeiningar um hvernig væri best að ná naglalakkinu af sér. Ég hefði nú alveg átt að geta sagt mér þetta sjálf – að sjálfsögðu átti ég að nota fjólubláa asintone-ið frá OPI. Það er mjög sterkur eyðir sem er t.d. notaður til að fjarlægja gellökkin frá OPI. AL416_ExpertTouch_16oz-1000x1000

Setjið eyðinn í bómul og haldið honum þétt uppvið lakkið í 30-60 sekúndur. Þrífið svo neglurnar varlega. Með því að leyfa eyðinum að liggja svona þétt uppvið nöglina leysið þið lakkið upp og það er auðvelt að strjúka það í burtu. Undanfarið hef ég þó notað meira hreinsiþurrkur – sett eyðinn í þær. Þær eru mun sterkari en bómull, mér finnst hann rifna svo auðveldlega og stundum fer hann hreinlega í klessu. Ég skrifaði einmitt um þessa aðferð fyrir stuttu síðan.

Hvet ykkur til að kíkja á þessa síðu – ég er alla vega uppfull af innblástri eftir þessa heimsókn. Nú hlakka ég bara til að sjá hvaða litir koma í Liquid Sand lökkunum í jólalínunni frá OPI sem er væntanleg!

EH

Mömmurnar mínar

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Inga Rós

    12. November 2013

    Ég ellllllllska þessi naglalökk. Sérstaklega Jinx litinn úr Bond línunni. Mér finnst ekkert mál að ná lakkinu af fyrir utan smá glimmeragnir sem sitja eftir en þær pirra mig ekkert. Núna langar mig í jólalegan lit :)

  2. Tanja Dögg

    12. November 2013

    Þetta er snilld! :) Hlakka til að prófa, hafði ekki hugmynd að þetta væri til.

    • Reykjavík Fashion Journal

      13. November 2013

      Já einmitt var búin að sjá hana – hún er mega flott en ekki enn mætt hingað en það styttist í hana;)

      • Hildur

        14. November 2013

        Nei einmitt, ekki mætt hingað enn, en það hlýtur að styttast í það. Ég kaupi eiginlega bara OPI, en þessi lína finnst mér voðalega boring eitthvað, svo rosalega mikið af svipuðum rauðum litum og Mariah Carey er alls ekki stjarna sem heillar mig…en hún virðist vera vinsæl í USA og hjá OPI því að þetta er hvað, annað eða þriðja samstarfið þeirra?
        En það eru alveg nokkrir litir sem ég ætla að skoða betur, ætli maður endi ekki á að kaupa nokkra :P

        • Reykjavík Fashion Journal

          14. November 2013

          Já ég var mjög skeptísk fyrst þegar ég heyrði þetta því einmitt hún aftur. En þetta eru flottari lökk en ég átti nokkur tíman von á – ég er búin að fá bara svona spjalf með prufum af öllum litunum og mér finnst þeir flottari á spjaldinu heldur en kynningarmyndunum – ég þarf að skella myndum af þeim hingað inn sem fyrst ;)

          • Hildur

            14. November 2013

            Úúú, OPI fíkillinn ég kynni allavega mjög vel að meta að þú mundir fjalla um nýjar línur frá OPI :D