fbpx

Mömmurnar mínar

Lífið MittTinni & Tumi

mömmurKonurnar sem þið sjáið á myndinni hér fyrir ofan björguðu geðheilsu minni í fæðingarorlofinu – það vantar reyndar 2 á myndina. Ég þekkti þær ekkert áður en ég eignaðist Tinna en í dag veit ég ekki hvar ég væri án þeirra. Við komum allar úr ólíkum áttum, sumar okkar þekktust smá fyrir en aðrar ekki. Við eigum það þó sameiginlegt að hafa allar verið settar í desember. Við reynum að hittast reglulega þó við höfum nú verið örlítið duglegri við það áður en flestar okkar sneru aftur í dagvinnuna. Við áttum æðislegan tíma saman fyrir stuttu – það er alltaf jafn gaman að hitta þessa snillinga og gullfallegu börnin þeirra sem eru að verða svo stór.

Ég var nú upphaflega ekki alveg á því að fara að eyða einhverjum tíma með einhverjum konum sem ég átti ekki von á að ég ætti nokkuð sameiginlegt með. Ég ákvað þó að gefa þessu séns enda hafði ég lítið sem ekkert að gera í fæðingarorlofinu og dauðleiddist oft á daginn. Ég hef sko aldrei nokkurn tíman séð eftir því og mæli hiklaust með því að þið að konur í fæðingarorlofi taki sig saman og búi til mömmuhópa. Oft er mikið up þá á Facebook og Draumabörn, við hittumst alltaf vikulega í fæðingarorlofinu, skiptumst á að bjóða hver annarri heim í hádegismat og gott spjall. Við styðjum hvor aðra í erfiðleikum, skiptumst á góðum ráðum, hlæjum og gerum grín.

Eins og ég segi þá veit ég ekki hvar ég væri án þeirra og ég er bara mjög ánægð með að þurfa ekkert að pæla í því.

EH

90's varir

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Snædís Ósk

    12. November 2013

    Þú ert svo yndisleg :**

  2. Alma Rún

    12. November 2013

    Æj þú ert svo mikið yndi Erna! Algjör ljúflingur xx

  3. Sirra

    12. November 2013

    Ég er svo ánægð að þú gafst okkur tækifæri :) Knús á þig og Tinna frá okkur Evu :*