Ég ákvað að taka aftur upp smá föndur fyrir jólin og halda áfram að gera kerti fyrir vini og vandamenn þar sem þau voru svo vinsæl í fyrra. Í ár ákvað ég svo að taka þetta skrefinu lengra og tók upp sýnikennslumyndband af því hvernig ég geri kertin mín.
Ég er aðeins búin að vera að stúdera kertin sem mér finnst henta best í kertagerðina. Eftir nokkrar rannsóknir urði kerti frá fyrirtæki sem heitir Gies fyrir valinu þau fást t.d. í Bónus og eru á virkilega fínu verði, þau eru lengi að brenna svo það má njóta þeirra lengi. Síðast þegar ég heyrði voru þessi uppseld hjá heildsölunni en þau voru að koma aftur – það er greinilegt að kertaföndrið mu halda áfram fyrir þessi jól svo ég hvet ykkur til að vera snemma í innkaupum fyrir jólaföndrið.
Límin og pappírinn fékk ég í föndurbúðinni sem er í Holtagörðum – Föndurlist :)
Bætt við 11. nóv kl: 20:22 – ATH! Ég fékk ábendingu í gegnum póst frá starfsmanni föndurbúðarinnar Föndru um að fyrir síðustu jól hefði kviknað útfrá einhverjum kertum og var það tengt við Modpodge límið. Ég hef ekki lent í því en ég hvet ykkur eindregið til að hafa varann á og velja lím sem starfsmenn verslana mæla með. Sá starfsmaður mælti með lími sem kallast Kertzen Podge og fæst í Föndru m.a. – Það er alltaf gott að hafa varann á og passa að skilja aldrei eftir logandi kerti!
Mér fannst mjög fyndið að ljósmyndarinn sem tók af mér myndirnar fyrir viðtalið fyrir Lífið um daginn var sá sami og tók myndirnar af mér og kertunum fyrir ári síðan sem birtust í Fréttablaðinu – hann mundi eftir mér! “Já þú varst stelpan með kertin!” – ekki kannski alveg það sem ég sá fyrir mér að myndi gerast, þ.e. að ég myndi verða þekkt kertagerðarkona en mér finnst það dáldið skemmtilegt.
Í fyrra reyndi ég eftir bestu getu að svara öllum póstum og senda myndir á þá sem báðu um þær – ekki hika við að hafa samband við mig í gegnum ernahrund@trendnet.is.
HÉR sjáið þið svo myndasýnikennsluna sem ég gerði fyrir ári síðan.
EH
Skrifa Innlegg