Hvort sem þið eruð mikið að farða ykkur um augun eða ekki þá finnst mér nauðsynlegt að allar konur eigi tvo liti af möttum augnskuggum – brúnan og svartan. Þessa liti er hægt að gera svo ótrúlega mikið með – það er að sjálfsögðu hægt að nota þá eina og sér en þá nota ég helst með öðrum litum til að poppa aðeins uppá augnfarðanir. Ég kaupi mér mikið af augnskuggapallettum t.d. og oft finnst mér vanta þessa tvo liti bara til að skerpa t.d. skyggingar á ákveðnum svæðum augans. Mér finnst fallegra að nota matta liti vegna þess að þeir blandast vel með öllu og eru ekki að taka athyglina frá öðrum augnskuggum sem eiga að vera í athygli eins og sanseruðum augnskuggum. Oft nota ég líka þessa liti yfir eyeliner til þess að mýkja hann og nota þá lítinn augnskuggapensil. Set smá augnskugga í pensilinn og nudda eyelinerinn létt. Þetta virkar reyndar best þegar þið eruð að nota eyeliner blýant og gel eyeliner.
Þetta eru mínir uppáhalds – ég á alla vega þrjá af hverjum lit. Ég er með eitt sett í makeup töskunni minni, annað uppá skrifstofu og svo eitt heima – svo ég get alltaf gripið til þeirra.Það besta við matta augnskugga er líka það að þeir endast svo ótrúlega lengi. Litapigmentin eru svo sterk að það þarf alls ekki mikið af augnskugganum í hvert skipti. Þegar ég þarf að losa mig við mína – sem er oftast bara þegar þeir eru „útrunnir“ – sjá meira HÉR – þá er kannski rétt farið að sjást í botninn.
Ég mæli hiklaust með þessum frá Maybelline þeir eru líka á rosalega góðu verði ;)
EH
Skrifa Innlegg