Pönkið er svo sannarlega að koma aftur í tísku. Ekki bara þegar kemur að fatnaði heldur líka í förðun. Eitt af þeim trendum sem er mjög áberandi fyrir haustið sem er nú mætt og veturinn sem er á leiðinni er einmitt þessi pönk fílingur. Oftast voru notaðir þá brúnir eða svartir tónar til að gefa smá dýpt yfir augun og skapa smá drunga.
Hér eru nokkur lúkk frá tískuvikunum í byrjun ársins. Smellið á myndirnar til að sjá þær stórar og rennið yfir þær með bendlinum til að sjá frá hvaða tískusýningu lúkkið er.
Allar myndirnar eru úr myndabanka style.com
Persónulega finnst mér að maður þurfi alltaf að aðlaga förðunartrend að sér – að ná sér í innblástur einmitt frá tískusýningunum og skapa sitt lúkk. Til að ná þessum fíling myndi ég hiklaust nota kremaugnskugga eða kremaða augnskuggagrunna. Til að ná þessari áferð sem er langt í frá fullkomin myndi ég helst nota fingurna. Þið gætuð reyndar borið skuggana yfir allt augnlokið og svo dreift úr þeim með fingrunum. Þið getið bæði sett augnskuggana meðfram eftri og neðri augnhárum – en það einkennir einmitt grunge lúkkið að vera með dáldinn lit undir augunum – eins og þið sjáið hér að ofan.
Hér fyrir neðan sjáið þið nokkra sem eru í uppáhaldi hjá mér. Þeir eru að sjálfsögðu til í fleiri litum í verslununum þar sem þeir fást.Ég er líka ótrúlega hrifin af því að nota kremaugnskugga til að breyta daglegri förðun í aðeins meira. Bara með því að doppa smá brúnum kremaugnskugga yfir augnlokið þá eruð þið búnar að búa til skyggingu í kringum augað sem getur bara breytt alveg heilmiklu. Stundum þarf ekki mikið til – bara smá:)
EH
Skrifa Innlegg