fbpx

Skór fyrir alla

Ég Mæli MeðLífið Mitt

Eins og ég er búin að tjá mig um þá hef ég nú hafist handa við að finna mér almennilegan íþróttafatnað! Ég skellti mér í heimsókn í Nike verslunina á Lynghálsi í gær og fékk þar ótrúlega flottar ráðleggingar og mátaði helling af fatnaði. Ég tók fullt af myndum sem ég er að fara í gegnum og ætla svo að deila með ykkur á næstu dögum – ég vona að þetta muni nýtast ykkur sem eruð í sömu pælingum og ég;)

Það var þó ein vara sem greip athygli mína strax þegar ég kom inní búðina og það voru þessir skór hér:

Ég held að við mæðginin yrðum dáldið flott bæði saman í Nike skóm!

Sjálf á ég Nike Free 3.0 skó og ég dýrka þá ég er búin að nota þá svo mikið – held ég hafi ekki notað neina skó jafn mikið og þá. Í dag ákvað ég að vera sumarleg og fín og fór í opna þunnbotna skó með flötum botni úr H&M – svo skellti ég mér í smá labbitúr í dag og ég hef aldrei bölvað sjálfri mér jafn mikið að hafa ekki farið í þæginlegu fínu strigaskónnum mínum. Ég mun ekki gera þessi mistök aftur – en það væri jafnvel sniðugt að fara að fá sér fleiri Nike týpur – það má þó deila um það hvort fleirum í fjölskyldunni finnist það jafn sniðugt eða nauðsynlegt :D

Nike Free Fit skórnir heilla mjög mikið – ég mátaði nokkra þannig:Ég veit samt ekki hvaða lit ég myndi velja… grænu finnst mér geðveikir – gulu finnst mér líka skemmtilegir held að þeir myndu ganga mjög vel við fötin í fataskápnum mínum en hvítir strigaskór fyrir sumarið heilla líka;) Hvaða lit líst ykkur best á?

Svo voru þessir gráu og bleiku sem ég hef nú áður talað um hvað mig langar í líka svo fínir þarna uppá vegg!!Mínir skór eru merktir 3.0 – talan á botninum – ef ég myndi fá mér aðra svona týpu þá held ég að ég myndi fá mér með merkingunni 5.0 – þá eru þeir stífari og gætu kannski hentað betur í útihlaup.

Mér finnst þetta strigaskótrend svo skemmtilegt mér finnst ég sjá skvísur í fínum kjólum, sokkabuxum og svo nike strigaskóm bara útum allt! En svona á þetta að vera þægindin í fyrirrúmi;) Það er nú hellingur af útskriftum á næstunni ætli það séu einhverjar sem ætli að útskrifast í íþróttaskóm – vá hvað ég hefði verið til í það í staðin fyrir ofur hælana sem ég var í þeir voru rosalegir – 15 cm hæll takk fyrir!

EH

Sokkabuxnahálsmen

Skrifa Innlegg