fbpx

Nýtt í Snyrtibuddunni

Ég Mæli MeðNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mín

Ef þið eruð aðdáendur púðurfarða þá mæli ég sérstaklega með því að þið lesið þessa færslu á enda!

Clinique var að setja í sölu hjá sér nýjan krem/púðurfarða. Farðinn heitir Even Better og er ætlað að betrumbæta húðina um leið og hann gefur henni fallega áferð, jafnan lit og matt yfirborð. Clinique er merki sem þið ættuð allar að kannast við, merkið bíður uppá húðvænar vörur sem eru að auki ilmefnalausar. Merkið er 45 ára og hefur verið fáanlegt hér í um 40 ár!

Hér sjáið þið farðann – ég stóðst ekki mátið með að pota aðeins í hann og svo fattaði ég að ég hafði gleymt að taka mynd;) Þegar ég segi krem/púðurfarði þá meina ég að á að líta þá er farðinn eins og hann sé kremfarði en hann gefur húðinni matta áferð eins og púðurfarði:)

Farðinn kemur í flottu boxi með svampi og stórum spegli sem beygist alveg aftur. Yfir tíma þá lagar farðinn húðina – hann t.d. dregur úr litablettum sem geta myndast í húðinni. Á meðgöngu er til dæmis algengt að konur fái hormónabletti í húðina – þá getur þessi farði hjálpað ykkur við að losna við þá. Einnig á hann að draga úr sýnileika öra sem hafa myndast í húðinni ykkar t.d. eftir bólur.

Ég er með ljósasta litinn á mér – Ivory nr. 6.

Það sem ég hef oftast að setja útá púðurfarða – sérstaklega af því ég er með mjög þurra húð – er að mér finnst hann alltaf sjást svo vel. Mér finnst oftast ég verða eins og ég sé bara með skraufþurra húð sem er að flagna af. En ég sé það alls ekki á þessum aftur á móti finnst mér húðin mín verða mjúk og falleg.

Ég notaði svampinn til að bera farðann á. Fyrst passaði ég uppá að húðin mín væri með góðan raka sérstaklega þar sem ég var með nokkra þurrkubletti í húðinni og ég vildi ekki að farðinn festist í þeim. Gefið húðinni svona 10 mínútur til að draga rakann úr rakakreminu í sig áður en þið berið farða á húðina – það er góð regla að hafa fyrir sig alltaf:) Þegar ég nota svamp eða pensil til þess að bera farða á húðina þá hef ég vanið mig á að strjúka alltaf létt með höndunum yfir húðina bara til þess að passa uppá að áferðin sé alveg örugglega jöfn. Annað ráð ef þið notið svamp – þá er nauðsynlegt að þrífa hann reglulega. Setjið hann undir volgt vatn og nuddið hann með smá sjampói – skolið það svo úr og leyfið honum að þorna áður en þið notið hann aftur.

Ef þið eruð hrifnar af Kanebo púðurfarðanum og langar jafnvel að prófa eitthvað nýtt – þá ættuð þið að kíkja á þennan í næstu snyrtivöruinnkaupaferð;)

EH

Laugardagstrít

Skrifa Innlegg