fbpx

Það er bara ein ég #sönnfegurð

Lífið Mitt

Alltof lengi skipti það mig meira máli hvað öðrum fannst um mig en hvað mér sjálfri fannst um mig. Mér fannst ég þurfa að þóknast einhverjum standördum sem aðrir settu fyrir mig. Fyrir nokkrum árum síðan eignaðist ég heilbrigðan dreng sem færir mér hamingju á hverjum degi. En stundum fann ég ekki hamingjuna því ég sá bara sundurslitinn líkama og lausa húð sem hristist til með hverju fótspori sem ég tók. Mér fannst ég ekki falleg, mér fannst ég ekki aðlaðandi – ég skammaðist mín fyrir það hvernig ég leit út. Mér leið illa af því ég leit ekki út eins og fyrirmyndirnar mínar gerðu eftir að þær eignuðust sín börn. Það þurfti smá tíma til að ég áttaði mig á því að ég væri alveg fullkomin eins og ég er, það þurfti líka gott fólk eins og ykkur lesendur mína sem hjálpuðu mér í gegnum erfiðleikana með því að senda mér fallegar kveðjur og hrósa mér. Stundum getur smá hrós gert svo mikið fyrir mann. Í kjölfarið ákvað ég að taka mig á og hætta að setja svona kröfur á sjálfa mig – óraunverulegar kröfur sem enginn var að setja á mig nema ég sjálf. Kröfurnar voru útlitstengdar og þær þrýstu svo á mig að ég var að bugast undan álaginu að reyna að standast þær. En ekki lengur – ég er fullkomin eins og ég er, þetta er eitthvað sem ég segi stundum við sjálfa mig í speglinum ;)

Nú langar mig að hvetja ykkur til að deila ykkar hvatningarorðum með öðrum, orðunum sem styrkja ykkur þegar þið eigið slæman dag og langar mest að loka ykkur inní herbergi og skríða undir sæng. Mig langar að biðja ykkur um að deila orðunum ykkar orðunum sem minna ykkur á hve einstakar þig eruð, orðunum sem færa ykkur bros á vör þegar ykkur langar helst að halda skeifunni þar sem hún er eða orðunum sem hvetja ykkur áfram í því sem þið eruð að gera.

Mig langar að deila með ykkur orðum sem mér finnast passa vel við mig…

a1a40ee80a07279cafba09f4801b04c5Ég á það til að týna sjálfri mér í mínum eigin pælingum. Ég á það til að halda að ég þurfi að þóknast einhverjum öðrum þegar kemur að því hvernig ég haga mér, hvernig ég lít út og hvernig ég klæði mig – það er stundum eins og ég sé dáldið hrædd við að vera bara ég og að vera eins og ég er. Stundum þarf ég að minna mig á það að týna ekki sjálfri mér ég þarf að minna mig á að vera ekki hrædd við að vera ánægð með mig eins og ég er!

Nú langar mig að hvetja ykkur til að deila ykkar orðum með öðrum, orðunum sem styrkja ykkur þegar þið eigið slæman dag og langar mest að loka ykkur inní herbergi og skríða undir sæng. Mig langar að biðja ykkur um að deila orðunum ykkar orðunum sem minna ykkur á hve einstakar þig eruð, orðunum sem færa ykkur bros á vör þegar ykkur langar helst að halda skeifunni þar sem hún er eða orðunum sem hvetja ykkur áfram í því sem þið eruð að gera. Orðin sem láta ykkur líða vel með ykkur sjálfar og gefa ykkur sjálfstraust. Ég ætla nefninlega að bregða á leik með Dove í tilefni af frábæru herferðinni þeirra #sönnfegurð sem mér finnst nú þegar hafa haft jákvæða áhrif.

Dove hefur verið að styrkja The Body Project sem stendur á bakvið sjálfstyrkingarnámskeið sem eru í boði fyrir stelpur 18 ára og eldri – endilega kynnið ykkur námskeiðin hjá Karen Lind. Það er reyndar ekki hægt að skrá sig á haustnámskeiðin lengur en það munu verða fleiri í vor svo ekki missa af þeim.

En í leiknum eru verðlaun….

doveleikur

Til að vinna þessar glæsilegu vörur – þær koma allar saman í pakka og allt eru þetta vörur sem ég valdi sjálf, vörur sem mér leist svakalega vel á. Þá þurfið þið að deila ykkar orðum með mér í gegnum Instagram. Ég er nú þegar búin að gefa ykkur góðar hugmyndir um hvað þið getið gert – Pinterest er fullt af góðum orðum sem þið getið nýtt ykkur til að birta og þetta tekur enga stund. Hugsið ykkur – kannski geta ykkar orð hjálpað einhverri annarri, það er alveg best í heimi ég lofa!

Merkið myndirnar með #sönnfegurð og #trendnet og passið að aðgangurinn ykkar sé opinn svo ég geti séð myndirnar ykkar. Eftir viku ætla ég svo að velja 3 myndir af handahófi og verðalauna eigendur þeirra með þessum glæsilegu vörum.

Líst ykkur ekki vel á þetta?!? – Ég er mjög spennt að sjá orðin ykkar!

Erna Hrund

Bold Metals - loksins!

Skrifa Innlegg