fbpx

Metallic Tryllingur!

AuguDiorÉg Mæli MeðFashionFW15LúkkmakeupMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minni

Ég fæ bara ekki nóg af metallic áferðinni í förðunarvörum – hafið þið mögulega tekið eftir því ;) Áferðin er svo skemmtilega öðruvísi, hún krefst athygli en er samt svo mjúk og falleg. Metallic er áberandi í förðunarvörunum í haustlínu Dior, Cosmopolite, og þegar ég fékk aðra augnskuggapallettuna í hendurnar vissi ég að með þessum litum gæti ég gert einhverja tryllingslega flotta förðun – sem tókst!

diormetal

Hér sjáið þið því fyrstu förðunina sem ég geri með haustlúkkinu frá Dior – já þær eru fleiri og ég þarf að koma höndum yfir hina augnskuggapallettuna úr lúkkinu hún er líka tryllt!

Ég blandaði öllum litunm í pallettunni saman en ég sýndi förðunina einmitt inná snappinu þegar ég gerði hana og ég vona að þið sem fylgist með mér þar hafið náð að fylgja mér eftir. En ég ætla líka að reyna að fara aðeins yfir það með ykkur í þessari færslu hvernig ég fór að.

diorhaust16

5 Couleurs Cosmopolite Electric nr. 866

Pallettan samanstendur af mjög mjúkum og áferðafallegum augnskuggum sem er auðvelt að leika sér með og blandast fallega saman. 1 er mattur, 1 er með metallic áferð og 3 eru sanseraðir en samt mjög þéttir í sér. Þessir litir hæfa sérstaklega vel konum með brún og græn augu að mínu mati.

diorhaust5

Diorblush Cheek Stick Cosmopolite Rosewood nr. 765

Ég er svo með þetta dásamlega kinnalitastifti í kinnunum og ég er auðvitað einn helsti talsmaður þess hvað kinnalitir séu æðislegir og algjörlega ómissandi. Þessir eru með sterkum og flottum pigmentum og formúlan blandast mjög fallega saman við grunnförðun. Ég stimpla stiftinu bara í epli kinnanna og nota svo fingurna til að dreifa úr litnum og jafna áferðina.

diormetal2

Hér sjáið þið svo förðunina enn betur.

  1. Ég byrja á því að grunna allt augnsvæðið með ljósa matta litnum.
  2. Tek dökkfjólubláa litinn og set hann yst á augnlokið og nota blöndunarbursta til að mýkja hann upp og færi hann inneftir augnlokinu meðfram globuslínunni.
  3. Tek ljósari fjólubláa litinn og set ofan á dökkfjólubláa litinn og blanda inná mitt augnlokið.
  4. Tek aftur ljósasta litinn og set hann meðfram skilum augnskugganna s.s. við globuslínuna til að mýkja útlínur augnskugganna. Svo set ég hann líka aftur innst á augnlokið.
  5. Tek dökkgræna litinn og set hann í örlítið C yst á augnlokinu til að gera góða skyggingu þar og draga augnlokin saman þar og gera umgjörð augnanna dramatíska. Svo blanda ég litnum vel saman við restina en reyni að fara ekki útfyrir svæðið sem ég setti litinn upphaflega á. Sami græni litur fer svo meðfram neðri augnhárunum og ég mýki þá línu svo vel með stærri augnskuggabursta.
  6. Svo kemur aðaltipsið. Ég notaði vöru sem heitir Mixing Medium frá MAC sem er vara sem er reyndar bara Pro vara svo hún fæst ekki í verslununum hér en þið getið notað Fix+ spreyin til að gera það sama. En með Mixing Medium er hægt að búa til kremaðaaugnskugga t.d. úr lausum pigmentum. Ég nýtti vöruna til að gera silfuráferðina enn meira áberandi í augnskugganum svo ég blanda saman smá Mixing Medium og smá af augnskugganum á handabakinu og doppa augnskugganum svo létt yfir augnlokið og í innri augnkrókana. Þetta kom virkilega vel út þó ég segi sjálf frá ;)

diorhaust17

Diorskin Nude Cosmipolite Illuminating Face Powder

Mattandi örlétt púður sem gefur húðinni náttúrulega ljómandi áferð – need I say more!!

Dior Addict Fluid Stick Avant Garde nr. 499

Þessi fallegi gloss er varla búinn að fara af vörunum mínum síðan ég fékk hann. Dior Addict glossin eru ofboðslega létt og örþunn svo þið finnið ekki fyrir þeim en liturinn er mjög áberandi og flottur. Ég elska glansinn af þessum sjálf þoli ég ekkert mikið að vera með þykk gloss en ég elska þessi því þau eru eiginlega ekki gloss en samt fá varirnar mínar svona glosslegan glans – svo er þessi litur bara æði!

Farðinn sem ég notaði var Diorskin NUDE Air sem er ofboðslega léttur skincare farði sem fer svo vel með húðina og gefur jafnt og falleg yfirborð. Svo notaði ég nýja Fix It hyljarann frá Dior sem er hyljari með primer inní miðjunni. Ég þarf að sýna ykkur hann betur seinna.

diorhaust9

Sourcils Poudre 

Svo fyrst augabrúnir falla svona vel í kramið hjá ykkur miðað við ásókn í nýlega augabrúnafærslu verð ég að segja ykkur frá þessum blýöntum. Þetta er s.s. endurhönnun á vöru sem var áður til en nú er formúlan alveg púðurkennd og áferðin minnir meira á augnskugga en augabrúnablýant. Það er svaka auðvelt að nota þá og þeir renna mjúklega eftir augabrúnunum og svo er lítið mál að dreifa vel úr litnum eða leiðrétta mistök með skásettum förðunarpensli.

diormetal3

Sjáið þið ljómann á húðinni – þetta er þetta æðislega púður ekkert annað!

Þið verðið að afsaka hreinskilnina í mér en ég er eiginlega bara virkilega montin með þessa förðun – þetta kom bara virkilega vel út og ég er eiginlega alveg bara ástfangin af þessari fallegu augnskuggapallettu og hvernig litirnir blandast saman.

Elsku Peter minn Phillips TAKK fyrir þessa dásamlega fallegu haustlínu fyrir Dior!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Mini Set úr haustlínu OPI fyrir þig?

Skrifa Innlegg