Eins og ég sagði ykkur í færslunni sem birtist fyrr í dag hjá mér var planið að fara yfir vörurnar sem voru í áberandi mikilli notkun hjá mér núna í apríl. Ég tók mér smá pásu frá þessum færslum því mér fannst ansi leiðinlegt að vera alltaf að sýna ykkur kannski það sama aftur og aftur en nú hefur heldur betur orðið breyting á eins og þið sjáið.
Hér fyrir neðan fer ég svo aðeins yfir vörurnar…
1. EGF Day Serum frá Bio Effect, 2. Tveggja þrepa hreinsun frá Sensai – Cleansing Oil og Milky Soap, 3. Belle de Teint sólarpúður frá Lancome, 4. Complexion Rescue frá bareMinerals, 5. Lash Sensational maskari frá Maybelline, 6. Magic Concealer frá Helena Rubinstein, 7. Mango & Papaya Body Butter frá I Love…, 8. Creme Puff Blush frá Max Factor, 9. Stella McCartney eau de Toilette ilmvatn, 10. Dream Wonder Nude farði frá Maybelline, 11. Color Sensational varalitur í litnum Plum Passion frá Maybelline, 12. Photo Finish Primer Water frá Smashbox, 13. Mint Candy Apple naglalakk frá Essie, 14. L.A. Lights Blendable Lip & Cheek Color í litnum Berry frá Smashbox, 15. Bikini so Teeny frá Essie, 16. Express Remover frá Maybelline. 17. Gleam Dream highlighter í litnum Rose frá Make Up Store, 18. First Base grunnlakk frá Essie.
Mánuðurinn hefur ansi mikið einkennst af Essie ég viðurkenni það fúslega enda er ég búin að vera í gleðivímu í alltof langan tíma. Ég skipti nánast um lakk daglega bara því mig langar að nota alla þessa fallegu liti. En mest hef ég notað þá Mint Candy Apple og Bikini so Teeny. Undir nota ég alltaf First Base undirlakkið og það er must að eiga góðan naglalakkahreinsi til að hreinsa vel á milli og ég nota alltaf svampinn frá Maybelline mér finnst hann bara bestur.
Húðin hefur líka verið í rugli eins og þið vitið kannski núna. Hún var svo þur og viðkvæm að ég er lítið búin að geta notað Clarisonic burstann sem mér þykir mikið miður en ég næ að nota hann örfáum sinnum í viku. Ég kenni líka dáldið meðgögnuhormónunum um en þeir hafa verið að rugla aðeins í húðinni. En nú þegar húðin er komin í gott jafnvægi sé ég fyrir mér breytingu á þessu. En ég hef verið að nota tvöfalda hreinsun frá Sensai og ég hreinlega dýrka þessar vörur – hreinsiolíuna og mjólkina – fara langbest með mína húð. Svo er EGF Day Serumið aldrei langt undan það nota ég á hverjum degi eins og hefur áður komið fram. Primer Water spreyið frá Smashbox er svo æði að setja á húðina á undan grunnvörum eða yfir daginn til að fríska aðeins uppá áferð húðarinnar.
Grunnurinn einkennist af mjög náttúrulegum vörum. Nýja Complexion Rescue litaða dagkremið frá bareMinerals er hreint æði og ég mæli með því að varan fær betri færslu í vikunni. Svo er ég ástfangin af nýja Dream Wonder Nude farðanum frá Maybelline hann er sjúkur! Þétt áferð, ljómandi húð og fisléttur þessi er gjörsamlega fullkominn fyrir sumarið. Til að fullkomna svo grunninn finnst mér fáir jafn góðir og Magic Concealerinn frá Helenu Rubeinstein – hann hylur allt! Sólarpúðrið frá Lancome er ég búin að vera að nota í ábyggilega 2 mánuði núna en það er fyrst núna að koma í sölu hér, áferðin og liturinn er virkilega flottur og góður í mótun. Svo fer það algjörlega eftir skapi hvort það er þurr eða blautur kinnalitur en þessir tveir annar frá Max Factor og hinn Smashbox eru þeir sem er helst gripið til. Nýji highlighterinn frá Make Up Store er svo algjörlega ómissandi á fallegum sumardegi en hún Iðunn Jónasar benti á hann í bloggi hjá sér um daginn og ég fór beint og keypti hann.
Lash Sensational maskarinn – það var ást við fyrstu notkun. Þennan maskara elska ég hreint út sagt og hann hefur ýtt út Rocket í 2. sæti yfir Maybelline maskara hjá mér – Great Lash trónir enn á toppnum. Ég get ekki mælt nóg með þessum maskara sérstaklega núna fyrir sumarið þar sem hann smitast hvorki né hrynur. Á varirnar hefur svo þessi fíni og fallegi plómulitur orðið fyrir valinu í þau fáu skipti sem varirnar mínar eru ekki bara með varasalva.
Eins og hefur komið fram þá er ég sjúk í að nota bodybutter á líkamann. Ein af meðgöngufíknunum mínum er orðin þessi Mango og Papaya lykt frá I Love… ég dýrka að bera þetta á líkamann og ég set body butterið á magann á hverjum einasta degi. Það gerir það að verkum að mér líður mun betur í húðinni á magananum og ég finn alls ekki jafn mikið fyrir kláðanum sem fylgir því þegar teygjist á húðinni.
Að lokum er það svo Stella vinkona mín – ást við fyrsta þef. Þessi dama fær betri færslu í vikunni en það er farið að sjást all svakalega á glasinu hjá mér. Ég úða ilminum á mig í gríð og erg og oftast nokkrum sinnum á dag. Ég er að upplifa það að fólk er að grípa í hendina mína og þefa af henni því það finnur ilminn af Stella eau de Toilette og fær bara ekki nóg!
Svo sjáum við bara til hvort það komi maí færsla – hver veit kannski breytist bara ekkert ;)
EH
Vörurnar sem ég skrifa um hér hef ég annað hvort keypt eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.
Ekki missa af neinu og fylgist með Reykjavík Fashion Journal á Facebook:
REYKJAVÍK FASHION JOURNAL
Skrifa Innlegg