fbpx

Annað Dress: Mæðgin á sunnudegi

Annað DressLífið MittNýtt í FataskápnumTinni & Tumi

Ég átti ansi góða helgi þó ég segi sjálf frá – dagarnir fóru mest í að vera bara með strákunum mínum og setja saman heimilið sem hefur setið á hakanum á meðan ég kláraði að senda í prent. En fyrstu myndir voru hengdar á veggi á laugardaginn og það fækkar stöðugt í kassaflóðinu – jeijj!

Við Tinni Snær áttum ótrúlega góðan dag á laugadaginn við vöknuðum saman snemma borðuðum morgunmat og skelltum okkur í leiðangur og leyfðum pabbanum að sofa á meðan – hann átti það svo sannarlega skilið. En við Tinni vorum með markmið en það var að finna nýjan útigalla fyrir hann. Ég var svo sem búin að ákveða hvar gallinn yrði keyptur, hann var með galla úr Name it sem mamma og pabbi keyptu síðasta vetur og við vorum svo ánægð með hann að ég fór bara beint þangað og keypti annan bara stærri. Mér finnst eiginlega hálf ótrúlegt að ég hafi verið að kaupa í stærð fyrir 2-3 ára – trúi ekki hvað tíminn er fljótur að líða. En í sömu ferð splæstum við í afmælisgjöf fyrir einn lítinn snáða sem hélt uppá 4 ára afmælið sitt á sunnudaginn. Ég keypti skyrtu líka í Name it og varð svo ástfangin af henni að við Tinni fórum aftur í búðina og keyptum í hans stærð og buxur við. Tinni er reyndar aldrei í neinu öðru en jogging galla – hann á bara föt sem er gott að leika í svo ég uppgötvaði það um daginn að hann á bara þannig föt nema eina hvíta skyrtu – svo mér fannst ég að sjálfsögðu verða að kaupa svona fín afmælisföt á hann – kannast einhver önnur mamma þarna við það að eiga svona afsakanir við öllu bara ef hún sér sæt föt :)

En ég náði svo sætum myndum af snáðanum fyrir afmælið og mig langaði smá að monta mig – ég er bara svo ástfangin af þessum dásamlega mola!

sunndress3

Hann var sko alveg að pósa og sýna mömmu sinni nýju skyrtuna. Mamma og pabbi keyptu svo timberland skó fyrir hann í vor og þeir eru alveg æðislegir – hann er í svo góðu jafnvægi á þeim og dagmömmurnar hans eru mjög ánægðar með skóbúnað haustsins hjá Tinna Snæ :)

sunndress4 Hér sjáið þið þá mæðginadress gærdagsins – Tinni í Name it og Timberland og mamman…. tja vill einhver giska á í hverju mamman er þið fáið eina tilraun ;)

sunndress5

Peysujakki: VILA, ég er búin að bíða alltof lengi eftir þessari peysu sem er samt svona peysu yfirhöfn. Ég dýrka litina í kápunni og já þessari eigið þið mikið eftir að sjá mig í – sérstaklega núna í haust. Fullkomin flík að eiga til að poppa uppá einfalt dress. Elska orange litinn í henni – dáldinn haustfílingur í honum. Ég sat um búðina í Smáralind á fimmtudaginn til að tryggja að kápan yrði mín hehe…

Blússa: VILA

Pils: VILA, þetta pils er ég búin að hugsa um í ábyggilega tvær vikur. Þetta er pleather pils með blúndu detailum við faldinn sem poppar mikið uppá það og setur svona stíl yfir það. Ég er alls ekki mikið í pilsum en ég á þó tvö fyrir í skápnum. Eitt einfalt svart, annað einfalt pleather og nú þetta, svona passlega fínt. Ég skaust í Smáralind í gær á meðan Tinni svaf og keypti það, fannst ég ekki eiga neitt til að fara í sem var afsökunin fyrir kaupunum.

Sokkabuxur: Shock Up 60 Den frá Oroblu

Skór: Bianco – þeir sömu og HÉR

Varir: Dior Rouge Baume sami og HÉR

sunndress2

Hér sjáið þið smá detail af pilsinu sem ég er mega skotin í – sé fyrir mér að það sé flott við grófa rúllukragapeysu á fallegum haustdegi – mögulega við fallegu gulu peysuna mína frá Esprit :)

Vona að helgin ykkar hafi verið jafn ljúf og mín – langt síðan ég hef náð að slaka svona vel á um helgi, það er alveg möst að hlaða batteríin vel sérstaklega fyrir langa viku.

EH

Reykjavík Makeup Journal í prenti

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Sæunn

    13. October 2014

    Ótúlega smart dressið hans, algjör gæi! Velkomin í götuna, mér fannst ég eiga að þekkja húsið þegar þú settir inn mynd af því en núna fatta ég afhverju. Hér er svo sannarlega gott að búa :)