fbpx

Kælandi djúphreinsiþurrkur

Ég Mæli MeðHúðNetverslanirSnyrtivörur

Ég veit fátt betra en húðvörurnar frá Skyn Iceland. Ég hef prófað núna langflestar vörurnar og ég hef aldrei orðið fyrir vonbrigðum. Ég elska stílhreint útlit varanna og ég elska einfaldleikann við þær – það er ekki verið að flækja neitt með neinum svakalegum loforðum þetta eru bara vörur sem standa fyrir sínu.

Stundum held ég að ég sé ein í mínum heimi – heillist bara af öllu (samt ekki, lofa;)) og það sé ekkert að marka mig. Svo stundum þá fæ ég mat frá öðrum í kringum mig. Um helgina fékk ég að plata tengdó og vinkonur til að prófa nokkrar vörur og fá að hlera hvað þeim fannst, ein af þeim vörum er Nordic Skin Peel frá Skyn Iceland.

nordicskinpeel2

Fyrst aðeins það sem mér finnst…. Dásamlegi ilmurinn af þessum frábæru þurrkum vekur mig á morgnanna. Þó ég noti þær ekki einu sinni á hverjum degi, þá er ég lúmskt dugleg að þefa af þeim og þær bætast við á vaxandi lista yfir þær snyrtivörur sem vekja mig betur en espresso bolli eftir svefnlausa nótt.

nordicskinpeel

Í boxinu eru eiginlega örþunnar skífur – en samt rosa þéttar og þær eru ríkar af æðislegum vökva sem inniheldur mjólkursýrur og ávaxtaensím sem sjá um að húðin endurnýji sig, þau hreinsa úr opnum svitaholum og endurvekja hreinleika, frískleika og ljóma húðarinnar. Skífurnar skrúbba húðina á ótrúlega mjúkan hátt og eftir stendur tandurhrein húð. Í alvöru þá held ég að ég hafi ekki verið með svona hreina húð eftir að ég fór að nota þessar skífur og Clarisonic burstann til að hreinsa húðina.

En þá að dómnefnd helgarinnar – allar voru þær þrjár yfir sig hrifnar af þessum skífum og það var mjög skemmtilegt að fylgjast með því hvað þær voru hissa þegar þær sáu óhreinindin í skífunum eftir að þær voru búnar að hreinsa húðina. Þær voru nú sannfærðar um að þær væru með tandurhreina húð. Þær voru allar æstar í að eignast svona skífur eftir að þær voru búnar að prófa svo ég vísaði þeim að sjálfsögðu beint inná nola.is og sýndi þeim hvar þær gætu keypt þær. En mér finnst einmitt frábær meðmæli þegar, eftir að konur eru búnar að fá að prófa vörur, vilja ólmar kaupa þær og líka þegar þær segjast myndu hiklaust mæla með þeim fyrir aðrar.

Þrátt fyrir að hreinsa húðina mjög vel þá er þetta ekki hreinsun sem mann svíður undan – passið þó að setja ekki þurrkurnar yfir augun eða varirnar – það væri ekki góð hugmynd. Þurrkurnar nota ég svona 2-3 í viku og alltaf á morgnanna, mér finnst það passlegt og eitt box af skífum dugir því mjög lengi því þær eru mjög margar í hverju boxi. Svo ég taki það nú fram líka þá nota ég skífurnar ekki til að þrífa af mér farða, ég nota þær til að þrífa húðina eftir að ég er búin að þrífa allar förðunarvörur svo ég fái sem mesta virkni úr þeim – þ.e. ef ég nota þær á kvöldin.

Ef ykkur líst vel á Nordic Skin Peel þá fáið þið þær HÉR.

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Ólíkir litir sem passa svo vel saman!

Skrifa Innlegg