Fyrir ekki svo löngu síðan birti ég mynd af mér á facebook síðunni minni – REYKJAVÍK FASHION JOURNAL – þar sem ég hafði verið að prófa nýjan maskara. Á myndinni var ég aðeins með maskarann öðru megin og munurinn var svakalegur. Ég lét þó ekki vita hvaða maskara ég var með þar sem hann var ekki kominn í búðir – ég hafði fengið að prófa hann aðeins á undan – en nú er hann kominn og nú vil ég segja ykkur almennilega frá nýjustu maskaradrottningunni frá Helenu Rubinstein – Lash Queen Mystics Blacks.
Hér sjáið þið myndina sem ég deildi inná Facebook síðunni minni.
Hér er svo aðeins betri mynd – með Lash Queen Mystics Blacks öðru megin.
Hér er svo drottningin sjálf, klassískar Helenu Rubinstein umúðir – svartar með gylltri áferð.
Hrikalega flottur að mínu mati.
Maskarinn er með gúmmígreiðu sem er í raun tvöföld eða með tvær hliðar. Önnur hliðin er til að bera formúluna á, þykkja og þétta augnhárin og gera meira úr þeim. Hin hliðin er greiða sem er notuð til að greiða úr augnhárunum, móta sveigjanleika þeirra og gefa augnhárunum umfang með tækni sem ég hef ekki séð maskara nota áður. Til að fá þó þessa eyelinerlínu verðið þið að passa að setja greiðuna alveg við rót augnháranna – passið ykkur að pota samt ekki inní augun :)
Þið kannist eflaust við makeup tipsið að setja punkta með svörtum eyeliner á milli augnháranna til að fá þykkari augnhár. Þetta er ráð sem svínvirkar og ég hef sjálf notað í mörg ár. Hér er kominn maskari sem notar líka þetta ráð – hann býr til nokkurs konar eyeliner á milli augnháranna sem þéttir þau alveg gríðarlega. Þetta er svona maskari sem greiðir augnhárin alveg frá rót og rúmlega það!
Með maskarann öðru megin svo þið sjáið muninn….
Ég viðurkenni það alveg að ég þurfti að vanda mig vel fyrst þegar ég prófaði maskarann. Nokkrir eyrnapinnar fóru í að hreinsa smá í kringum augun sem mér finnst reyndar fullkomlega eðlilegt þegar maður er að læra á nýjan maskara. En næst þegar ég notaði hann var þetta leikur einn. Maður þarf bara stundum að læra að beita nýjum burstum á réttan hátt.
….. en hér er hann kominn báðum megin :)
Það er alveg magnað að eftir að ég er búin að setja þennan maskara á augnhárin mín líður mér alveg eins og ég sé með gerviaugnhár. Ég þarf alveg í smá stund að venjast þykkingunni og ef ég horfi upp og hreyfi augun til og frá kitla ég augnlokin mín með augnhárunum!
Formúla maskarans er alveg kolsvört eins og nafnið gefur til kynna – Mystics Blacks. Svo þar sem augnhárin verða alveg svona svakalega svört þá verður maskarinn alveg extra flottur og augun fá að njóta sín í botn. Mér finnst ég alveg rosalega flott með þennan maskara – þó ég segi sjálf frá og þar sem ég er ekki mikið í því að mála mig á daginn eða þegar ég fer út þá þætti mér eiginlega alveg nóg að setja bara vel af þessum á augnhárin. Þið gætuð í raun gert enn meira úr augnhárunum ykkar en ég geri við mín – ég er bara með eina umferð það fannst mér nóg.
Þetta er alveg sjúklega flottur maskari sem er vel þess virði að skoða. Ef þið eruð t.d. einar af þeim sem notið mikið gerviaugnhár og stundum dags daglega þá mæli ég með því að þið hvílið þau og splæsið bara í þennan maskara.
Við eigum Helenu Rubinstein margt að þakka en merkið hefur verið duglegt að koma með nýjungar á maskaramarkaðinn. Vissuð þið t.d. að Helena Rubinstein fann upp vatnsheldu maskara formúluna, merkið hefur líka sent frá sér maskara í svo flottum umbúðum með svo flotta formúlu að önnur eins ending þekkist ekki – svo er það nýji Lash Queen maskarinn sem er ekki bara maskari heldur líka eyeliner í laumi. Ég get nú fátt annað sagt en að ég hlakka til að sjá hvað kemur næst :)
EH
Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.
Skrifa Innlegg